Garðbæingar reyna að smygla plássfrekum iðnaði inn á græna trefilinn og í bakgarð Kópavogsbúa Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2023 17:00 Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Viðreisn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun