Lukaku segir alla vita hvað hann vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 18:16 Lukaku í leik með Inter Milan. Carlo Hermann/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira