„Nú gefst ég upp“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:20 Eggert segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans en hann er þó ekki bjartsýnn. Samsett Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira