Therese Johaug ófrísk: Betra en öll gullin sem ég hef unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 12:30 Therese Johaug fagnar með Ólympíugullið sitt á verðlaunapalli á ÓL í Peking í fyrra. Getty/Lintao Zhang/ Norska skíðagöngukonan Therese Johaug er ein sú besta í sögunni en nú hefur hún tilefni til að fagna utan íþróttarinnar. Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Hin 34 ára gamla Johaug lagði skíðin á hilluna eftir síðasta tímabil en hún endaði ferilinn á því að vinna þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Johaug og unnusti hennar Nils Jakob Hoff tilkynntu í gær að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Therese Johaug er gravid: Overgår alle gullene jeg har hatthttps://t.co/Uj04bYBuEg— NRK Sport (@NRK_Sport) January 3, 2023 „Þetta er það mesta sem þú getur afrekað. Þetta er betra en öll gullin sem ég hef unnið á ferlinum ef ég leyfi mér að taka svo til orða,“ sagði Therese Johaug kát við norska ríkisjónvarpið. „Mér finnst þetta mjög svalt en um leið er þetta svolítið ógnvekjandi. Þú veist ekki alveg hvað þú ert að fara út í. Ég hlakka samt mikið til og mér finnst eins og það gerðist mjög mikið hjá mér á árinu 2022,“ sagði Johaug sem vann þrjú einstaklingsgull á ÓL í Peking í byrjun ársins. Alls hefur hún unnið sex verðlaun á Ólympíuleikum (fjögur gull) og nítján verðlaun á heimsmeistaramótum þar af fjórtán gull. Johaug lenti líka í mótlæti á ferli sínum því árið 2016 féll hún á lyfjaprófi. Hún hélt því fram að efnið hefði komið úr varasalva sem hún notaði fyrir mjög sprungnar varir í kuldanum. Hún var engu að síður dæmd í átján mánaða bann og missti af Ólympíuleikunum 2018 sem áttu að verða hennar leikar. Johaug kom til baka, vann þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 og önnur fern gullverðlaun á HM 2021. Hún endaði síðan á því að eiga frábæra Ólympíuleika. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Barnalán Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira