Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 08:39 Walter Cunningham árið 2014. AP/Steven Senne Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48