Rafmyntabransinn í úlfakreppu á nýju ári Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 12:12 Rafmyntir féllu skarpt í verði í fyrra í skugga gjaldþrota og fjársvikamála. Sum fyrirtæki byrjuðu þetta ár á því að draga saman seglin vegna áframhaldandi erfiðleika á markaðinum. Vísir/Getty Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum. Rafmyntalánveitandinn Genesis Global Capital hóf árið á því að segja upp tæpum þriðjungi starfsfólks síns og Silvergate bank, sem hefur sérhæft sig í viðskiptum með rafmyntir, tilkynnti að innistæður hefðu dregist mikið saman. Hlutafé í Silvergate féll um meira en 43 prósent í verði eftir að viðskiptavinir tóku út meira en átta milljarða dollara af innistæðum sínum þar sem þeim var órótt eftir fall rafmyntakauphallarinnar FTX. Saksóknarar í FTX-málinu sögðu skiptadómi á miðvikudag að þeir hefðu lagt hald á bankareikninga sem tengdust kauphöllinni hjá bæði Silvergate og Farmington State-bankanum. Silvergate ætlar að fækka starfsfólki sínu um 40 prósent og segja upp um 200 manns. Reuters-fréttastofan segir að erfiðleika fyrirtækjanna megi rekja til falls FTX sem var tekin til gjaldþrotameðferðar í nóvember. Sam Bankman-Fried, stofnandi og fyrrverandi forstjóri FTX, er ákærður fyrir stórfelld fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka í tengslum við gjaldþrotið. Lykilstarfsmenn fyrirtækisins eru sagðir vinna með saksóknurum sem rannsaka málið. Þá tilkynnti dómsmálaráðherra New York-ríkis í gær að hann hefði stefnt Alex Mashinsky, stofnandi og fyrrverandi forstjóra rafmyntalánveitandans Celsius Network, og krafist þess að honum yrði bannað að stýra fyrirtæki í ríkinu. Mashinsky er sakaður um að hafa svikið milljarða dollara út í viðskiptavinum sínum með því að markaðssetja fyrirtækið sem öruggan valkost við hefðbunda banka á sama tíma og hann lét viðskiptavini ekki vita af því að hann hefði tapað hundruð milljóna dollara á áhættusömum fjárfestingum. Celsius fór á hausinn í fyrra. Celsius lánaði Alameda Research, vogunarsjóði í eigu Bankman-Frieds, um milljarð dollara árið 2021 og 2022. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarðra dollara af inneignum viðskiptavina FTX til Alameda til þess að halda fyrirtækinu á floti. Rafmyntir Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. 14. desember 2022 14:02 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafmyntalánveitandinn Genesis Global Capital hóf árið á því að segja upp tæpum þriðjungi starfsfólks síns og Silvergate bank, sem hefur sérhæft sig í viðskiptum með rafmyntir, tilkynnti að innistæður hefðu dregist mikið saman. Hlutafé í Silvergate féll um meira en 43 prósent í verði eftir að viðskiptavinir tóku út meira en átta milljarða dollara af innistæðum sínum þar sem þeim var órótt eftir fall rafmyntakauphallarinnar FTX. Saksóknarar í FTX-málinu sögðu skiptadómi á miðvikudag að þeir hefðu lagt hald á bankareikninga sem tengdust kauphöllinni hjá bæði Silvergate og Farmington State-bankanum. Silvergate ætlar að fækka starfsfólki sínu um 40 prósent og segja upp um 200 manns. Reuters-fréttastofan segir að erfiðleika fyrirtækjanna megi rekja til falls FTX sem var tekin til gjaldþrotameðferðar í nóvember. Sam Bankman-Fried, stofnandi og fyrrverandi forstjóri FTX, er ákærður fyrir stórfelld fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka í tengslum við gjaldþrotið. Lykilstarfsmenn fyrirtækisins eru sagðir vinna með saksóknurum sem rannsaka málið. Þá tilkynnti dómsmálaráðherra New York-ríkis í gær að hann hefði stefnt Alex Mashinsky, stofnandi og fyrrverandi forstjóra rafmyntalánveitandans Celsius Network, og krafist þess að honum yrði bannað að stýra fyrirtæki í ríkinu. Mashinsky er sakaður um að hafa svikið milljarða dollara út í viðskiptavinum sínum með því að markaðssetja fyrirtækið sem öruggan valkost við hefðbunda banka á sama tíma og hann lét viðskiptavini ekki vita af því að hann hefði tapað hundruð milljóna dollara á áhættusömum fjárfestingum. Celsius fór á hausinn í fyrra. Celsius lánaði Alameda Research, vogunarsjóði í eigu Bankman-Frieds, um milljarð dollara árið 2021 og 2022. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarðra dollara af inneignum viðskiptavina FTX til Alameda til þess að halda fyrirtækinu á floti.
Rafmyntir Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. 14. desember 2022 14:02 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58
Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. 14. desember 2022 14:02
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01