Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:08 Sigmundi Davíð gleðst ekki að vera stillt upp með Adolf Hitler og Benító Mússólíní. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". „Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira