Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2023 13:14 Sólveig Anna og hennar fólk í Eflingu fer nú að huga að verkfallsaðgerðum. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42 Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16
Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42
Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39