Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:39 Háskólaráðherra ynnti styrki sem veittir verða háskólum til aukins samstarfs. Vísir/Egill Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“ Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“
Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira