Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2023 12:39 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. aðsend Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira