Ábyrgð, lausnir og von Aðalbjörg Egilsdóttir skrifar 17. janúar 2023 14:01 Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar. Ein útkoma landsfundanna fjögurra á einmitt að vera uppfærð stefna UU um loftslagsmál, hringrásarhagkerfið, fræðslu- og kynningarmál og náttúruvernd. Það er ýmislegt sem situr eftir að lokinni þriggja daga fræðslu- og umræðuveislunni sem ég sótti ásamt stórum hópi umhverfissinna. Orðin sem helst koma upp í hugann eru ábyrgð, lausnir og von. Ábyrgð Þegar loftslagsbreytingar eru ræddar, á pólitískum eða almennum vettvangi, ríkir oft ósætti um hvar ábyrgðin liggur. Liggur hún hjá stjórnvöldum, almenningi eða atvinnulífinu? Liggur hún hjá Íslandi eða berum við litla sem enga ábyrgð vegna smæðar okkar? Þessi ábyrgð var skoðuð frá öllum hliðum um helgina: hver losunin sem á sér stað á Íslandi er; hver neysludrifin losun Íslendinga er (losun sem á sér stað um allan heim vegna neyslu okkar); hver markmið stjórnvalda eru og hvort búist sé við að þau náist með þeim áætlunum sem liggja fyrir; hvernig fyrirtæki geta og hafa lagt sitt af mörkum. Ábyrgðin er nefnilega okkar allra. Vissulega berum við mismikla ábyrgð en það er ekki hægt að taka neinn út úr jöfnunni þegar ábyrgð á loftslagsbreytingum er skoðuð til hlítar. Neytendur einir bera ekki ábyrgð, jafnvel þó ákvarðanir okkar um hvað, hvar og hversu mikið við kaupum hafi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Hvorki fyrirtæki né stjórnvöld bera ábyrgðina ein heldur, þó svo hvoru tveggja geti beitt sér á sínu sviði. Fyrirtæki geta breytt áherslum sínum í rekstri sem getur leitt til breyttra framleiðslu-, sölu- eða kauphátta og stjórnvöld geta innleitt nýjar stefnur, lög og reglugerðir um umhverfismál. Við berum öll ábyrgð og verðum öll að standa okkar plikt. Losun okkar veldur skaða, bæði í dag og til frambúðar. Líkt og Hlynur Orri, dósent í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla benti á, höfum við siðferðislega skyldu til að valda eins litlum skaða og við getum. Lausnir Það fallega við að við berum öll ábyrgð á loftslagsbreytingum, á ólíkan hátt auðvitað, er hvað það eru margar lausnir í boði. Það er svo margt sem við getum gert til að sporna við síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda og slæmum afleiðingum loftslagsbreytinga. Það er samt ansi margt sem þarf að breytast til að markmið Parísarsamkomulagsins, um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er, náist. Við þurfum að breyta orkukerfunum okkar, framleiðslukerfunum, kauphegðun, framkomu okkar við náttúruna og að mörgu leyti hvernig við metum velsæld. En í því felast heilmörg tækifæri og margar lausnanna vinna saman. Til dæmis, ef framleiðsluferli ákveðinna vara er breytt þannig að framleiðslan noti minni orku og varan endist lengur, minnkar orkunotkunin og auðlindanotkunin, sem hvoru tveggja dregur úr ágangi okkar á náttúruna og minnkar losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar ég hlustaði á erindin um lausnir í loftslagsmálum á sunnudaginn sl., varð ég líka hugsi yfir því af hverju við séum ekki komin lengra, af hverju þessar lausnir séu ekki nýttar. Af hverju við séum treg við að endurheimta og vernda vistkerfi, reyna að draga úr orkunotkun og nýta orkuna okkar á ábyrgari hátt, draga úr auðlindanotkun með aukinni áherslu á gæði og viðhald þess sem við framleiðum og kaupum, horfa út um gluggann og njóta lífsins á meðan við tökum strætó. Hlaupa aðeins hægar og kunna að meta það sem við höfum. Líta á breytingarnar sem við þurfum að ráðast í sem tækifæri til betra lífs fremur en fórnir. Von Tilfinningin sem er sterkust hjá mér eftir helgina er von. Það er eitthvað sem gerist þegar stór hópur fólks með sömu ástríðu eyðir heilli helgi saman í hlustun og umræður. Baráttuandinn og lærdómsgleðin var alltumlykjandi og ég fylltist von. Von um að lausnirnar yrðu að veruleika, að við sem samfélag myndum byrja að taka yfirvofandi breytingum fagnandi og hlakka til hluta eins og endurheimtar vistkerfa, hreinna lofts, heilnæmari ferðamáta, skynsamlegri neysluháttum og þar með draga úr streitunni sem fylgir því að eiga allt of mikið dót. Læra aftur að stoppa í sokkana okkar og fara með sjónvörpin í viðgerð. Velja að skipta við fyrirtæki sem setja umhverfið í forgang. Átta okkur á ábyrgðinni sem við berum og þar með völdunum til breytinga líka. Ég fylltist von og ég vona að þú, kæri lesandi, finnir hana líka. Við getum öll gert svo margt til að bæta umhverfið okkar og eitt það mikilvægasta sem við almenningur getum gert er að velja hvar og hvað við verslum. Velja það vel því hver einasta ákvörðun telur. Sem betur fer er fullt af fólki sem vill velja betur og til að svara þeirri eftirspurn hefur Laufið opnað upplýsingaveitu þar sem umhverfisstarf fyrirtækja er sýnt á gagnsæjan hátt og aðstoðar neytendur við valið auk þess að leiðbeina fyrirtækjunum í rétta átt. Þannig færð þú, bæði sem neytandi, starfsmaður eða stjórnandi fyrirtækis, aukið vald til að styðja við þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað á næstu árum til heilla jarðarinnar og okkar allra. Höfundur er ungur umhverfissinni og fræðslustjóri Laufsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar. Ein útkoma landsfundanna fjögurra á einmitt að vera uppfærð stefna UU um loftslagsmál, hringrásarhagkerfið, fræðslu- og kynningarmál og náttúruvernd. Það er ýmislegt sem situr eftir að lokinni þriggja daga fræðslu- og umræðuveislunni sem ég sótti ásamt stórum hópi umhverfissinna. Orðin sem helst koma upp í hugann eru ábyrgð, lausnir og von. Ábyrgð Þegar loftslagsbreytingar eru ræddar, á pólitískum eða almennum vettvangi, ríkir oft ósætti um hvar ábyrgðin liggur. Liggur hún hjá stjórnvöldum, almenningi eða atvinnulífinu? Liggur hún hjá Íslandi eða berum við litla sem enga ábyrgð vegna smæðar okkar? Þessi ábyrgð var skoðuð frá öllum hliðum um helgina: hver losunin sem á sér stað á Íslandi er; hver neysludrifin losun Íslendinga er (losun sem á sér stað um allan heim vegna neyslu okkar); hver markmið stjórnvalda eru og hvort búist sé við að þau náist með þeim áætlunum sem liggja fyrir; hvernig fyrirtæki geta og hafa lagt sitt af mörkum. Ábyrgðin er nefnilega okkar allra. Vissulega berum við mismikla ábyrgð en það er ekki hægt að taka neinn út úr jöfnunni þegar ábyrgð á loftslagsbreytingum er skoðuð til hlítar. Neytendur einir bera ekki ábyrgð, jafnvel þó ákvarðanir okkar um hvað, hvar og hversu mikið við kaupum hafi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Hvorki fyrirtæki né stjórnvöld bera ábyrgðina ein heldur, þó svo hvoru tveggja geti beitt sér á sínu sviði. Fyrirtæki geta breytt áherslum sínum í rekstri sem getur leitt til breyttra framleiðslu-, sölu- eða kauphátta og stjórnvöld geta innleitt nýjar stefnur, lög og reglugerðir um umhverfismál. Við berum öll ábyrgð og verðum öll að standa okkar plikt. Losun okkar veldur skaða, bæði í dag og til frambúðar. Líkt og Hlynur Orri, dósent í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla benti á, höfum við siðferðislega skyldu til að valda eins litlum skaða og við getum. Lausnir Það fallega við að við berum öll ábyrgð á loftslagsbreytingum, á ólíkan hátt auðvitað, er hvað það eru margar lausnir í boði. Það er svo margt sem við getum gert til að sporna við síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda og slæmum afleiðingum loftslagsbreytinga. Það er samt ansi margt sem þarf að breytast til að markmið Parísarsamkomulagsins, um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er, náist. Við þurfum að breyta orkukerfunum okkar, framleiðslukerfunum, kauphegðun, framkomu okkar við náttúruna og að mörgu leyti hvernig við metum velsæld. En í því felast heilmörg tækifæri og margar lausnanna vinna saman. Til dæmis, ef framleiðsluferli ákveðinna vara er breytt þannig að framleiðslan noti minni orku og varan endist lengur, minnkar orkunotkunin og auðlindanotkunin, sem hvoru tveggja dregur úr ágangi okkar á náttúruna og minnkar losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar ég hlustaði á erindin um lausnir í loftslagsmálum á sunnudaginn sl., varð ég líka hugsi yfir því af hverju við séum ekki komin lengra, af hverju þessar lausnir séu ekki nýttar. Af hverju við séum treg við að endurheimta og vernda vistkerfi, reyna að draga úr orkunotkun og nýta orkuna okkar á ábyrgari hátt, draga úr auðlindanotkun með aukinni áherslu á gæði og viðhald þess sem við framleiðum og kaupum, horfa út um gluggann og njóta lífsins á meðan við tökum strætó. Hlaupa aðeins hægar og kunna að meta það sem við höfum. Líta á breytingarnar sem við þurfum að ráðast í sem tækifæri til betra lífs fremur en fórnir. Von Tilfinningin sem er sterkust hjá mér eftir helgina er von. Það er eitthvað sem gerist þegar stór hópur fólks með sömu ástríðu eyðir heilli helgi saman í hlustun og umræður. Baráttuandinn og lærdómsgleðin var alltumlykjandi og ég fylltist von. Von um að lausnirnar yrðu að veruleika, að við sem samfélag myndum byrja að taka yfirvofandi breytingum fagnandi og hlakka til hluta eins og endurheimtar vistkerfa, hreinna lofts, heilnæmari ferðamáta, skynsamlegri neysluháttum og þar með draga úr streitunni sem fylgir því að eiga allt of mikið dót. Læra aftur að stoppa í sokkana okkar og fara með sjónvörpin í viðgerð. Velja að skipta við fyrirtæki sem setja umhverfið í forgang. Átta okkur á ábyrgðinni sem við berum og þar með völdunum til breytinga líka. Ég fylltist von og ég vona að þú, kæri lesandi, finnir hana líka. Við getum öll gert svo margt til að bæta umhverfið okkar og eitt það mikilvægasta sem við almenningur getum gert er að velja hvar og hvað við verslum. Velja það vel því hver einasta ákvörðun telur. Sem betur fer er fullt af fólki sem vill velja betur og til að svara þeirri eftirspurn hefur Laufið opnað upplýsingaveitu þar sem umhverfisstarf fyrirtækja er sýnt á gagnsæjan hátt og aðstoðar neytendur við valið auk þess að leiðbeina fyrirtækjunum í rétta átt. Þannig færð þú, bæði sem neytandi, starfsmaður eða stjórnandi fyrirtækis, aukið vald til að styðja við þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað á næstu árum til heilla jarðarinnar og okkar allra. Höfundur er ungur umhverfissinni og fræðslustjóri Laufsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun