Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. janúar 2023 20:01 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn. Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn.
Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira