Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. janúar 2023 15:30 Ítalskur almenningur hefur reglulega krafist þess að rannsókn hefjist að nýju á hvarfi Emanuelu Orlandi sem hvarf í Róm sumarið 1983. Lögreglan í Vatíkaninu hefur nú orðið við þeirri kröfu. Pietro Orlandi, bróðir Emanuelu, er lengst til vinstri á myndinni. Alessandra Benedetti - Getty Images Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar. Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum. Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Emanuela Orlandi var 15 ára þegar hún hvarf, sumarið 1983, á leið heim úr flaututíma. Fjölskylda hennar bjó í Vatíkaninu, þar sem faðir hennar starfaði. Margar kenningar um hvarf Emanuelu Örlög hennar eru á huldu, fjölmargar kenningar hafa verið á reiki um hvað gerðist og fjölskylda hennar hefur í 40 ár barist fyrir því að komast að sannleikanum. Vatíkanið hefur nú samþykkt að rannsókn málsins verði opnuð að nýju, nokkrum mánuðum eftir að fjögurra þátta heimildamynd, The Vatican Girl, um hvarf hennar kom út á Netflix, og örstuttu eftir að hinn íhaldssami páfi Benedikt 16. lést. Miklar hræringar voru á Ítalíu í byrjun 9. áratugarins; Mafían var umsvifamikil, ítalski kommúnistaflokkurinn var sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og hinn tyrkneski Ali Agca afplánaði dóm fyrir að reyna að myrða páfa Jóhannes Pál II. Í Róm höfðu glæpasamtökin Banda della Magliana töglin og hagldirnar. Leiðtogi þeirra hét Enrico Renatino De Pedis og hann var með Vatíkanið og fjölmarga stjórnmálamenn í vasanum. Hvarfið talið tengjast undirheimastarfsemi Á einhvern dularfullan hátt tengist hvarf hinnar 15 ára gömlu Emanuela öllum þessum dökku heimum. Ali Agca sagðist alla tíð vita hvað kom fyrir hana, henni hafi jafnvel verið rænt til að fá hann lausan úr fangelsi, ástkona De Pedis kom fram eftir að hann var myrtur og sagði hann hafa rænt henni og afhent hana presti sem hefði farið með hana í Vatíkanið. Kenningar þessu tengdar ganga út á að Emanuela hafi átt að vera skiptimynt vegna viðskipta Mafíunnar við banka Vatíkansins. Páfagarður hafi tekið peninga Mafíunnar í bankanum og notað þá til að styðja baráttu Samstöðu við kommúnismann í Póllandi þaðan sem Jóhannes Páll páfi var. Mafían hafi viljað fá þá peninga aftur og notað Emanuelu sem skiptimynt. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því hafi hún verið myrt. Nýtt vitni segir hana fórnarlamb kynferðisofbeldis í Vatíkaninu Nýjustu upplýsingarnar koma frá skólasystur Emanuelu sem kemur fram í heimildamyndinni. Hún segir að Emanuela hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af presti í Vatíkaninu. Hún telur að þar sé að finna lykilinn að hvarfi hennar. Fjölmargar aðrar kenningar hafa komið fram á þessum 40 árum. En engin svör. Lögfræðingur fjölskyldu Emanuelu segist sannfærð um að svarið sé að finna í Vatíkaninu. Þögn þess hafi verið ærandi í gegnum árin, en að nú eygi fjölskyldan von um að komast að sannleikanum.
Ítalía Páfagarður Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira