Sigurjón Bragi náði áttunda sæti Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 20:51 Liðsmenn Íslands voru hæstánægðir með árangurinn á Bocuse d'Or. Sigurjón Bragi er hér annar frá hægri. Aðsend Sigurjón Bragi Geirsson náði áttunda sæti í Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu sem lauk í Lyon dag. Keppnin er sú virtasta í heiminum á sviði matreiðslu. Sigurjón Bragi er yfirkokkur á veitingastaðnum Héðinn og liðsmaður kokkalandsliðs Íslands. Bocuse d´Or er virtasta matreiðslukeppni heimsins og þátttakendur er meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur eru gerðar til keppenda, að því er segir í fréttatilkynningu um úrslitin. Þar segir jafnframt að 24 þjóðir hafi keppt til úrslita eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt í undankeppnum sinna heimsálfa. Danmörk vann til gullverðlauna, Noregur silfurverðlauna og Ungverjaland bronsverðlauna Hæstánægðir með árangurinn Í tilkynningu segir að Sigurjón Bragi hafi haft fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. „Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum diskum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Sigurjón, Guðmundur aðstoðarmaður hans og Sigurður þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá framlag Sigurjóns Braga til keppninnar.Aðsend Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2021, og aðstoðarmaður er Guðmundur Bender. Alltaf meðal efstu þjóða Þá segir að keppnin hafi verið haldin frá árinu 1987 og Íslendingar fyrst tekið þátt árið 1999. Sturla Birgisson hafi verið fyrsti fulltrúi Íslands í keppninni og hafnað í fimmta sæti. „Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017, náðu þeir báðir í bronsverðlaun,“ segir að lokum. Uppfært kl. 22:35, upphaflega kom fram að Sigurjón Bragi hafi unnið til verðlauna fyrir besta fiskréttinn. Það er ekki rétt og um var að ræða mistök í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumanna. Í uppfærðri tilkynningu er beðist velvirðingar á mistökunum. Matur Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Frakkland Tengdar fréttir Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. 20. janúar 2023 14:28 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sigurjón Bragi er yfirkokkur á veitingastaðnum Héðinn og liðsmaður kokkalandsliðs Íslands. Bocuse d´Or er virtasta matreiðslukeppni heimsins og þátttakendur er meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur eru gerðar til keppenda, að því er segir í fréttatilkynningu um úrslitin. Þar segir jafnframt að 24 þjóðir hafi keppt til úrslita eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt í undankeppnum sinna heimsálfa. Danmörk vann til gullverðlauna, Noregur silfurverðlauna og Ungverjaland bronsverðlauna Hæstánægðir með árangurinn Í tilkynningu segir að Sigurjón Bragi hafi haft fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. „Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum diskum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Sigurjón, Guðmundur aðstoðarmaður hans og Sigurður þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá framlag Sigurjóns Braga til keppninnar.Aðsend Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2021, og aðstoðarmaður er Guðmundur Bender. Alltaf meðal efstu þjóða Þá segir að keppnin hafi verið haldin frá árinu 1987 og Íslendingar fyrst tekið þátt árið 1999. Sturla Birgisson hafi verið fyrsti fulltrúi Íslands í keppninni og hafnað í fimmta sæti. „Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017, náðu þeir báðir í bronsverðlaun,“ segir að lokum. Uppfært kl. 22:35, upphaflega kom fram að Sigurjón Bragi hafi unnið til verðlauna fyrir besta fiskréttinn. Það er ekki rétt og um var að ræða mistök í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumanna. Í uppfærðri tilkynningu er beðist velvirðingar á mistökunum.
Matur Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Frakkland Tengdar fréttir Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. 20. janúar 2023 14:28 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. 20. janúar 2023 14:28