Þakleki hefur áhrif á sýningaropnun Hönnunarsafns Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2023 15:30 3. febrúar opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands. Studio Fræ Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar kl. 20:00, opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Ekki er hægt að opna alla sýningunna strax vegna þakleka. Á sýningunni „Hönnunarsafnið sem heimili“ má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5.000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað. Ekki öruggt að opna stofuna „Heimilið er í sífelldri þróun. Stöðugt er verið að færa til, skipta út og breyta. Sköpun heimilis er lifandi ferli án endapunkts, en heimilið er fyrst og síðast sköpun þeirra sem þar búa. Smekkur, sem getur mótast af ýmiss konar áhrifaþáttum í lífi hvers og eins, er það sem gefur hverju og einu heimili sín sérkenni,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarsafni Íslands. Í mörg horn er að líta á heimili og ýmislegt getur komið upp á. Sama má segja um uppsetningu sýningar en í lok desember lak þak í sýningarsal safnsins. Því er einungis hægt að opna hluta sýningarinnar að þessu sinni. „Það er ekki öruggt að setja upp muni í stofuhluta sýningarinnar fyrr en viðgerð hefur farið fram. Stofan stendur því tóm og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að hlúa vel að heimilum og líka safnastarfi,“ segir í tilkynningunni. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili.Facebook/Hönnunarsafn Íslands Menning Tíska og hönnun Garðabær Söfn Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Á sýningunni „Hönnunarsafnið sem heimili“ má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5.000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað. Ekki öruggt að opna stofuna „Heimilið er í sífelldri þróun. Stöðugt er verið að færa til, skipta út og breyta. Sköpun heimilis er lifandi ferli án endapunkts, en heimilið er fyrst og síðast sköpun þeirra sem þar búa. Smekkur, sem getur mótast af ýmiss konar áhrifaþáttum í lífi hvers og eins, er það sem gefur hverju og einu heimili sín sérkenni,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarsafni Íslands. Í mörg horn er að líta á heimili og ýmislegt getur komið upp á. Sama má segja um uppsetningu sýningar en í lok desember lak þak í sýningarsal safnsins. Því er einungis hægt að opna hluta sýningarinnar að þessu sinni. „Það er ekki öruggt að setja upp muni í stofuhluta sýningarinnar fyrr en viðgerð hefur farið fram. Stofan stendur því tóm og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að hlúa vel að heimilum og líka safnastarfi,“ segir í tilkynningunni. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili.Facebook/Hönnunarsafn Íslands
Menning Tíska og hönnun Garðabær Söfn Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira