Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 23:01 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Landsréttur, sem áður hafði dæmt borginni í vil, hefur nú snúist hugur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira