Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. janúar 2023 17:19 Hægt er að útskýra vísitölu neysluverðs með því að taka sem dæmi matarkörfu neytenda. Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta. Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta.
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58
Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16