Segir heimslistann í golfi úreltan Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 17:00 Cameron Smith er einn af bestu kylfingum heims en hefur aldrei náð efsta sæti heimslistans. Getty/Luke Walker Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, sem vann Opna breska mótið í fyrra, segir að heimslistinn í golfi sé sífellt að verða úreltari. Stjórn Opinbera heimslistans í golfi (OWGR) hefur ekki viljað taka mót á LIV-mótaröðinni inn í sína útreikninga á heimslistanum. Það bitnar á Smith og fleirum af bestu kylfingum heims sem tóku í fyrra tilboði frá hinni sádi-arabísku LIV-mótaröð. LIV-mótaröðin hefur valdið klofningi í golfheiminum og kylfingar á henni mega ekki keppa á PGA-mótaröðinni. Smith er farinn úr öðru sæti heimslistans niður í það fjórða og Dustin Johnson, sem síðast var á toppi heimslistans sumarið 2021, er kominn niður í 46. sæti þrátt fyrir sigur á LIV-mótaröðinni í fyrra. „Auðvitað er þetta sárt,“ sagði hinn 29 ára gamli Smith. „Ég var mjög nálægt því að komast í efsta sætið og það var klárlega eitthvað sem ég vildi ná að afreka,“ sagði Smith sem telur heimslistann smám saman orðinn marklausan en allir viti þó hverjir séu bestu kylfingar heims. „Þegar maður mætir á móti þá veit maður hverja maður þarf að vinna, burtséð frá einhverjum heimslista. Venjulega eru sjö til átta menn á vellinum sem maður veit að munu láta mann berjast fyrir þessu. Eftir því sem þetta heldur áfram svona þá verður heimslistinn úreltari. En þurfum við þá? Það væri gaman en maður veit hverja maður þarf að vinna þegar maður mætir út á golfvöll,“ sagði Smith. Allir kylfingar LIV-mótaraðarinnar eru orðnir hluti af Miðausturlanda- og Afríku-mótaröðinni, sem átti að gera þeim kleyft að fá stig á heimslista þar sem OWGR hefur viðurkennt þá mótaröð, en það hefur þó ekki gengið eftir. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Stjórn Opinbera heimslistans í golfi (OWGR) hefur ekki viljað taka mót á LIV-mótaröðinni inn í sína útreikninga á heimslistanum. Það bitnar á Smith og fleirum af bestu kylfingum heims sem tóku í fyrra tilboði frá hinni sádi-arabísku LIV-mótaröð. LIV-mótaröðin hefur valdið klofningi í golfheiminum og kylfingar á henni mega ekki keppa á PGA-mótaröðinni. Smith er farinn úr öðru sæti heimslistans niður í það fjórða og Dustin Johnson, sem síðast var á toppi heimslistans sumarið 2021, er kominn niður í 46. sæti þrátt fyrir sigur á LIV-mótaröðinni í fyrra. „Auðvitað er þetta sárt,“ sagði hinn 29 ára gamli Smith. „Ég var mjög nálægt því að komast í efsta sætið og það var klárlega eitthvað sem ég vildi ná að afreka,“ sagði Smith sem telur heimslistann smám saman orðinn marklausan en allir viti þó hverjir séu bestu kylfingar heims. „Þegar maður mætir á móti þá veit maður hverja maður þarf að vinna, burtséð frá einhverjum heimslista. Venjulega eru sjö til átta menn á vellinum sem maður veit að munu láta mann berjast fyrir þessu. Eftir því sem þetta heldur áfram svona þá verður heimslistinn úreltari. En þurfum við þá? Það væri gaman en maður veit hverja maður þarf að vinna þegar maður mætir út á golfvöll,“ sagði Smith. Allir kylfingar LIV-mótaraðarinnar eru orðnir hluti af Miðausturlanda- og Afríku-mótaröðinni, sem átti að gera þeim kleyft að fá stig á heimslista þar sem OWGR hefur viðurkennt þá mótaröð, en það hefur þó ekki gengið eftir.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira