Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 16:56 Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, með fyrstu útgáfu iPhone símans. Getty/Jon Furniss Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Karen Green er núverandi eigandi símans en hún fékk hann að gjöf þegar hún byrjaði í nýju starfi. Green opnaði ekki símann á sínum tíma þar sem hún átti nú þegar nýjan síma. Þessi iPhone sími endaði því uppi á hillu á heimili Green, ennþá í plastinu. Hún segir símann hafa legið á hillunni, vafinn inn í náttföt, árum saman. Í október síðastliðnum komst hún svo að því að eins sími hefði selst á uppboði fyrir rúmlega 39 þúsund dollara, um 5,5 milljónir í íslenskum krónum. Green hafði í kjölfarið samband við uppboðshúsið sem seldi símann og sagðist eiga eins síma. Mark Montero, stofnandi LCG Auctions, segir í samtali við Business Insider að Green hafi alls ekki verið sú eina sem hafði samband eftir að síminn var seldur. „Við fengum símtöl frá öllum en 99% þeirra voru ekki með eins síma,“ segir Montero. Green var þó með rétta símann og því var hann settur á uppboð. Uppboðið hófst í dag og því líkur þann 19. febrúar næstkomandi. Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Karen Green er núverandi eigandi símans en hún fékk hann að gjöf þegar hún byrjaði í nýju starfi. Green opnaði ekki símann á sínum tíma þar sem hún átti nú þegar nýjan síma. Þessi iPhone sími endaði því uppi á hillu á heimili Green, ennþá í plastinu. Hún segir símann hafa legið á hillunni, vafinn inn í náttföt, árum saman. Í október síðastliðnum komst hún svo að því að eins sími hefði selst á uppboði fyrir rúmlega 39 þúsund dollara, um 5,5 milljónir í íslenskum krónum. Green hafði í kjölfarið samband við uppboðshúsið sem seldi símann og sagðist eiga eins síma. Mark Montero, stofnandi LCG Auctions, segir í samtali við Business Insider að Green hafi alls ekki verið sú eina sem hafði samband eftir að síminn var seldur. „Við fengum símtöl frá öllum en 99% þeirra voru ekki með eins síma,“ segir Montero. Green var þó með rétta símann og því var hann settur á uppboð. Uppboðið hófst í dag og því líkur þann 19. febrúar næstkomandi.
Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira