Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar