Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 08:03 Kynnarnir Snoop Dogg og Kelly Clarkson með sigurvegara American Song Contest 2023, AleXa sem keppti fyrir hönd Oklahoma. Getty Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu. Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu.
Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00