Vilja félagsmiðstöð og bókasafn í Laugardalsstúku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 14:04 Stúkan við Laugardalslaug hefur lengi staðið tóm. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að bókasafn og félagsstöðvar- og menningarrými verði útbúið í stúku Laugardalslaugar fyrir Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Blásið verður til hugmyndakeppni um útfærslu hugmyndarinnar. „Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira