„Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 08:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kristján birti á facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Miðstjórn Alþýðusambandsins sendi frá sér ályktun í gærdag þar sem sambandið harmaði neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður. Ótækt væri að ágreiningur væri nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka, eins og sagði í ályktun miðstjórnarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skaut í kjölfarið föstum skotum á Kristján Þórð og krafðist þess að miðstjórn sambandsins kæmi með nánari skýringu á ályktuninni sem birt var í gær. Sagði hún réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Krafðist svara Líkt og Vísir greindi frá í gærdag sendi Sólveig Anna Kristjáni Þórði tölvupóst, fyrir hönd samninganefndar, þar sem hún bar upp tilteknar spurningar. Spurt er hvort ályktuninni sé beint að Eflingu og hvort Efling hafi ausið fúkyrðum yfir aðra. Þá spyr Efling einnig hvort hlutverk ASÍ sé að „næra áróðursmiðla valdastéttarinnar með efni til að halda áfram að draga þá mynd að Eflingar-fólk, konur og menn bókstaflega alls staðar komið úr veröldinni, svart, brúnt, hvítt, talandi öll heimsins tungumál sem stendur í stórkostlega erfiðri kjaradeilu sé óalandi og óferjandi hyski, ekki í húsum hæft?“ Því næst krafðist Sólveig Anna þess að Kristján Þórður, forseti ASÍ, sem beri ábyrgð á „grátklökkri“ millistéttarályktun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann árétti að yfirlýsingunni hafi ekki verið beint að Eflingu. „Svo væri að því loknu ekki úr vegi að þú sem forseti ASÍ kæmir með okkur í verkfallsvörslu til að sýna öllum hvar hjarta ASÍ slær. Ef að einhvern slátt er þar enn að finna.“ „Á fundi miðstjórnar ASÍ á miðvikudag voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra birtist í gær en í henni lýsir Miðstjórn ASÍ yfir fullum stuðningi við verkföll Eflingar og beinir til félagsfólks að ganga ekki í störf félagsfólks Eflingar,“ segir Kristján Þórður í fyrrnefndri yfirlýsingu á facebook. „Í seinni ályktuninni sem birtist í dag harmar Miðstjórn þá neikvæðu orðræðu sem finna má víða, m.a. á samfélagsmiðlum og leitt hefur til þess að hótanir hafa borist starfsfólki og forystufólki í hreyfingunni. Miðstjórn fordæmir slíka framgöngu. Þeirri ályktun er ekki beint að samninganefnd Eflingar. Ég styð að sjálfsögðu baráttu Eflingarfólks fyrir bættum kjörum. Ég hef boðið fram aðstoð mína og mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu með félögum mínum í Eflingu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira