Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 00:09 Mikill fjöldi fólks kom saman og mótmælti í Jerúsalem í dag. Getty/Amir Levy Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu. Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023 Ísrael Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Umræddar breytingar myndu gera þinginu kleift að ógilda ákvarðanir hæstaréttar með einföldum meirihluta í atkvæðagreiðslu. Þá myndi ríkisstjórnin hafa frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er án þess að Hæstiréttur leggi mat á þau með fullnægjandi hætti. Stærstu mótmælin í áraraðir Samkvæmt AP eru mótmælin í gær þau stærstu sem hafa átt sér stað í ísraelsku höfuðborginni í áraraðir. Í kringum hundrað þúsund mótmælendur söfnuðust saman í nágrenni við ísraelska þingið, Knesset, með mótmælaskilti og ísraelska fána. „Þau láta eins og þau heyra ekki. Þau láta eins og þau séu ekki hrædd. En þau heyra og þau eru hrædd,“ kallaði Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi eins af ísraelsku miðjuflokkunum, yfir mótmælendur í dag. Yair Lapid, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.Getty/Amir Levy Lapid var helsti andstæðingur Netanjahú í síðustu þingkosningum landsins sem fram fóru í nóvember í fyrra. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna mættu yfir 100 þúsund manns á þau. Mikil læti voru í hópnum sem söng, flautaði og öskraði. Kallað var eftir lýðræði og ráðamönnum sagt að skammast sín. „Ísrael verður ekki einræðisríki!“ mátti til dæmis heyra mótmælendur öskra í kór. More than 100K Israelis demonstrated today in front of the Knesset in Jerusalem against Netanyahu's plan to weaken the Supreme Court & other Democratic institutions. The government still refuses to accept President Herzog's proposal and suspend the legislation (Video: Yair Palti) pic.twitter.com/TtAxdubvA0— Barak Ravid (@BarakRavid) February 13, 2023
Ísrael Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira