Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2023 14:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir birtingarmynd streptókokka í ár öðruvísi. Vísir/Sigurjón Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður. Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16