Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 21:00 Eyþór Víðisson, öryggissérfræðingur. Vísir/Ívar Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“ Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum okkar í gær er ekkert lögbundið eftirlit með svokölluðum áfangaheimilum í einkarekstri. Því er ljóst að öryggiskröfur eru ekki þær sömu og þegar um úrræði á vegum sveitarfélaga eða ríkis er að ræða. Eyþór Víðisson er sérfræðingur í öryggismálum. Hann segir að þegar opinberir aðilar reki húsnæðisúrræði sé það hluti starfs einhvers þeirra sem þar vinnur að passa upp á öryggismál, til að mynda eldvarnir. Hætta sé á að þegar um einkarekin úrræði er að ræða, líkt og Betra líf, þar sem eldur kom upp á föstudag, verði eftirlit lakara með tímanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla eftirlitið og gera meiri kröfur á svona einkarekin úrræði. Þetta er gömul saga og ný núna. Það er fullt af fólki sem býr í húsnæði sem er hannað sem iðnaðarhúsnæði til að byrja með. Þegar þú breytir slíku húsnæði í íbúðarhúsnæði, þá verða kannski til einhverjar holur á veginum sem koma kannski ekki alveg strax í ljós,“ segir Eyþór. Málið er nú í rannsókn lögreglu, og ætla má að hún taki nokkurn tíma. Leiði hún í ljós einhverja vankanta, telur Eyþór tækifæri til að bregðast við. „Þetta er mjög verðmætt, þarna dó enginn. Samt munaði mjög litlu. Í faginu þá lítum við á þetta sem gullið tækifæri til að bregðast við.“ Mögulega tilefni til að breyta flokkuninni Í byggingarreglugerð sé að finna mismunandi notkunarflokka. Þannig séu gerðar mismunandi kröfur til húsa. Kröfur til gistiheimila og hótela varðandi öryggi séu til að mynda minni en til sjúkrahúsa, enda munurinn sá að ekki er gert ráð fyrir að sjúklingar geti komist út hjálparlaust. „Þegar um er að ræða áfangaheimili eða vistheimili eða einhvers konar heimili þar sem fólk í vanda eða með veikindi er, en er ekki á sjúkrahúsi. Kannski má taka það og hækka upp, þannig að kröfurnar verði aðeins ríkari, svona svipað eins og á sjúkrahúsum.“
Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Slysavarnir Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17. febrúar 2023 20:52
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17