Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira