Óvænt endurkoma Tuchel til Parísar í kortunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 17:00 Thomas Tuchel stýrði PSG frá 2018 til 2020. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Thomas Tuchel gæti óvænt tekið við París Saint-Germain á nýjan leik en hann var rekinn frá liðinu í desember 2020. Núverandi þjálfari, Christophe Galtier, fær til 8. mars til að bjarga starfi sínu. Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira