Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2023 15:16 Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir,sem var með lag, sem hann samdi í undankeppni Eurovision í San Marino í vikunni. Erna Hrönn samdi textann og söng lagið af sinni alkunnu snilld. Aðsend/Getty Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. „Lagið sem ég samdi og sendi inn í keppnina heitir „Your Voice“, og það er söngkonan, Erna Hrönn sem átti heiður að textanum. Hann fjallar um að að rísa upp aftur eftir áföll og hvað það er mikilvægt að hafa trú á og að elska sjálfan sig. Erna heillaðist strax af laginu og það er gott merki þegar söngkonuna langar sjálfa að semja textann fyrir mann hygg ég. Erna Hrönn er að mínu mati ein besta söngkona sem Ísland á,“ segir Arnar. Keppnin „Una Voce per San Marino“, sem er undankeppni Eurovision þar í landi, er talsvert stór og íburðarmikil keppni og hefur í raun staðið yfir síðan í haust með áheyrnarprufum. Svo stendur aðalkeppnin yfir alla þessa viku með fjórum undankeppnum og svo lokakeppni. „Það voru 1100 umsækjendur frá 37 þjóðum, sem sóttu um þátttöku í keppninni í ár og ég spurði Ernu Hrönn hvort hún vildi ekki sækja um með mér og hún tók vel í það. Umsækjendum var boðið í áheyrnarprufur og úr þeim voru valdir 106 listamenn til þátttöku í fjórum undankeppnum og var Erna Hrönn ein þeirra. Hún keppti í undankeppninni í fyrradag og var henni sjónvarpað. 22 listamenn munu keppa í lokakeppninni sem verður haldin í San Marínó n.k. laugardag. Við komumst því miður ekki alla leið að þessu sinni, en vonumst til að taka aftur þátt næsta ár,“ bætir Arnar við. Lifir og hrærist í tónlist Arnar segist vera með lag á heilanum hverju sinni sem hann sé að semja. „Þetta hjálpar mér að slaka á í daglegu amstri við mitt aðalstarf, sem eru skurðlækningarnar og ég sem jafnvel lög um leið og ég er að skera upp. Það truflar mig ekki heldur bara eykur starfsgleðina ef eitthvað. Ég ferðast mikið um heiminn, sem er eitt af mínum öðrum áhugamálum. Ég hef svo búið í sex löndum, auk Íslands. Ég nýt þess mikið að eiga tíma með dætrum mínum í Kaupmannahöfn og við ferðumst mikið saman. En við vorum einmitt fjölskyldan í vetrarfríi í Dubai í sömu viku og keppnin fór fram með Ernu og föruneyti í San Marínó. Ég hefði sannarlega viljað vera með henni þar líka,” segir Arnar að lokum. Arnar segist ekki vera í neinum vafa um það að Erna Hrönn, sé besta söngkona, sem Ísland á í dag. Lagið verður gefið út á næstunni.aðsend Idol keppni í framandi landi Erna Hrönn lætur vel af ævintýrinu sem að baki er. „Fyrri prufan fór þannig fram að ég söng tvö lög fyrir dómnefnd, frekar afslappað andrúmsloft þar sem fyrst og fremst var verið að skoða mig sem söngkonu og „performer“. Eftir flutninginn þakkaði ég fyrir mig og fór í stutt viðtal við RTV sjónvarpsstöðina. Semi-final var töluvert öðruvísi og maður skynjaði pressuna. Þegar kom að mér og ég stóð frammi fyrir dómnefndinni læddist að mér sú tilfinning að ég væri að taka þá í Idol keppni í framandi landi. smá flashback frá árinu 2004,“ segir Erna Hrönn hlæjandi. „Flutningurinn gekk mjög vel þó svo að við komumst ekki lengra í keppninni. Á okkar kvöldi voru aðeins fjögur lög, sem komust áfram af tuttugu og sjö, svo líkurnar voru ekki miklar,“ bætir hún við. Hún segir lagið fallegt og grípandi sem henti henni mjög vel. „Daði Birgisson útsetti það á sinn einstaka hátt og útbjó ofboðslega flottan hljóðheim með minnstu smáatriðum, sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég lagði mikla vinnu í textann sem kemur lóðbeint frá hjartanu úr mínum reynsluheimi svo útkoman er að mínu mati mjög góð. Nú er bara að koma laginu í spilun og á Spotify og vonandi fer það vel í landann. Ég er líka að fá svo skemmtilega athygli alls staðar að úr heiminum svo það verður gaman að leyfa fólki loksins að fá að heyra,“ segir Erna Hrönn aðspurð um lagið. Eurovision San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Lagið sem ég samdi og sendi inn í keppnina heitir „Your Voice“, og það er söngkonan, Erna Hrönn sem átti heiður að textanum. Hann fjallar um að að rísa upp aftur eftir áföll og hvað það er mikilvægt að hafa trú á og að elska sjálfan sig. Erna heillaðist strax af laginu og það er gott merki þegar söngkonuna langar sjálfa að semja textann fyrir mann hygg ég. Erna Hrönn er að mínu mati ein besta söngkona sem Ísland á,“ segir Arnar. Keppnin „Una Voce per San Marino“, sem er undankeppni Eurovision þar í landi, er talsvert stór og íburðarmikil keppni og hefur í raun staðið yfir síðan í haust með áheyrnarprufum. Svo stendur aðalkeppnin yfir alla þessa viku með fjórum undankeppnum og svo lokakeppni. „Það voru 1100 umsækjendur frá 37 þjóðum, sem sóttu um þátttöku í keppninni í ár og ég spurði Ernu Hrönn hvort hún vildi ekki sækja um með mér og hún tók vel í það. Umsækjendum var boðið í áheyrnarprufur og úr þeim voru valdir 106 listamenn til þátttöku í fjórum undankeppnum og var Erna Hrönn ein þeirra. Hún keppti í undankeppninni í fyrradag og var henni sjónvarpað. 22 listamenn munu keppa í lokakeppninni sem verður haldin í San Marínó n.k. laugardag. Við komumst því miður ekki alla leið að þessu sinni, en vonumst til að taka aftur þátt næsta ár,“ bætir Arnar við. Lifir og hrærist í tónlist Arnar segist vera með lag á heilanum hverju sinni sem hann sé að semja. „Þetta hjálpar mér að slaka á í daglegu amstri við mitt aðalstarf, sem eru skurðlækningarnar og ég sem jafnvel lög um leið og ég er að skera upp. Það truflar mig ekki heldur bara eykur starfsgleðina ef eitthvað. Ég ferðast mikið um heiminn, sem er eitt af mínum öðrum áhugamálum. Ég hef svo búið í sex löndum, auk Íslands. Ég nýt þess mikið að eiga tíma með dætrum mínum í Kaupmannahöfn og við ferðumst mikið saman. En við vorum einmitt fjölskyldan í vetrarfríi í Dubai í sömu viku og keppnin fór fram með Ernu og föruneyti í San Marínó. Ég hefði sannarlega viljað vera með henni þar líka,” segir Arnar að lokum. Arnar segist ekki vera í neinum vafa um það að Erna Hrönn, sé besta söngkona, sem Ísland á í dag. Lagið verður gefið út á næstunni.aðsend Idol keppni í framandi landi Erna Hrönn lætur vel af ævintýrinu sem að baki er. „Fyrri prufan fór þannig fram að ég söng tvö lög fyrir dómnefnd, frekar afslappað andrúmsloft þar sem fyrst og fremst var verið að skoða mig sem söngkonu og „performer“. Eftir flutninginn þakkaði ég fyrir mig og fór í stutt viðtal við RTV sjónvarpsstöðina. Semi-final var töluvert öðruvísi og maður skynjaði pressuna. Þegar kom að mér og ég stóð frammi fyrir dómnefndinni læddist að mér sú tilfinning að ég væri að taka þá í Idol keppni í framandi landi. smá flashback frá árinu 2004,“ segir Erna Hrönn hlæjandi. „Flutningurinn gekk mjög vel þó svo að við komumst ekki lengra í keppninni. Á okkar kvöldi voru aðeins fjögur lög, sem komust áfram af tuttugu og sjö, svo líkurnar voru ekki miklar,“ bætir hún við. Hún segir lagið fallegt og grípandi sem henti henni mjög vel. „Daði Birgisson útsetti það á sinn einstaka hátt og útbjó ofboðslega flottan hljóðheim með minnstu smáatriðum, sem mér finnst svo skemmtilegt. Ég lagði mikla vinnu í textann sem kemur lóðbeint frá hjartanu úr mínum reynsluheimi svo útkoman er að mínu mati mjög góð. Nú er bara að koma laginu í spilun og á Spotify og vonandi fer það vel í landann. Ég er líka að fá svo skemmtilega athygli alls staðar að úr heiminum svo það verður gaman að leyfa fólki loksins að fá að heyra,“ segir Erna Hrönn aðspurð um lagið.
Eurovision San Marínó Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira