Þetta er ekki eðlileg framkoma G.Andri Bergmann skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun