„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 08:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Getty „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna í tilefni af því að ár er nú liðið frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. Forsætisráðherrarnir segja að aðeins Rússland geti bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Um sé að ræða árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggi á. „Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna rita Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Frá fundi forsætisráðherra Norðurlandannaí Osló síðasta sumar. Katrín Jakobsdóttir, forsætísráðherra, Magdalena Andersson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sanna Marin, forætisráðherra Finnlands og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Finnlands. Ulf Kristersson er núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Standa heils hugar með úkraínsku þjóðinni Leiðtogarnir segja að vegna innrásarinnar hafi milljónir flúið öryggi heimila sinna, fjölskyldum hafi verið sundrað og skelfilegar árásir á óbreytta borgara og mikilvæga innviði hafi bitnað mest á viðkvæmustu hópunum. Þau segja að Norðurlöndin lýsi yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu. Þau styðji sjálfstæði og fullveldi Úkraínu innan sinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra. „Við stöndum heilshugar með úkraínsku þjóðinni sem sýnt hefur aðdáunarvert hugrekki og þrautseigju og fært miklar fórnir. Eins lengi og þörf krefur munum við veita Úkraínu pólitískan, hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning auk mannúðaraðstoðar. Við styðjum einnig eindregið viðleitni Úkraínu til þátttöku í Evró-Atlantshafssamstarfinu. Við fordæmum harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Árásarstríð Rússlands er skýrt brot á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og er stærsta ógn við öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í áratugi. Það er nauðsynlegt að varanlegur friður, sem byggir á réttlæti og grunngildum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, komist á í Úkraínu. Aðeins Rússland getur bundið enda á stríðið með því að draga herlið sitt til baka frá Úkraínu. Við köllum eftir tafarlausum brottflutningi rússneskra hersveita frá Úkraínu. Friður verður að byggja á réttlæti og ábyrgðarskyldu. Upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi, þ.m.t. nauðganir, eru bara eitt dæmi um skelfileg og kerfisbundin brot rússneskra hersveita á alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum. Almennir borgarar í Úkraínu, þ.m.t. börn, sem fluttir hafa verið nauðungarflutningum úr landi verða að fá að snúa aftur til síns heima. Það er nauðsynlegt að rannsaka allar tilkynningar um stríðsglæpi og mannréttindabrot og draga hina seku til ábyrgðar. Á því mega ekki vera neinar undantekningar. Afleiðingar innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu sjást víða. Efnahagslegum stöðugleika, orkuöryggi og matvælaöryggi stendur alvarleg ógn af stríðinu. Verstar eru afleiðingarnar fyrir fátækustu ríki heims. En fyrst og fremst er þetta árás á þau grunngildi sem friður og öryggi í Evrópu og heiminum öllum byggja á. Virðing fyrir alþjóðalögum er hér höfuðatriði. Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir í yfirlýsingunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00