Öllum verkföllum og verkbanni frestað Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 10:06 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari á fréttamannafundi sínum klukkan 10 í dag. Vísir/Vilhelm Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33