Rökstuddur grunur uppi um vanvirðandi framkomu ráðherra Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 15:45 Helga Vala segir fyrirspurn sína um vanvirðandi framkomu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra setta fram að gefnu tilefni. Hún lýsir yfir mikilli óánægju með svör Lilju D. Alfreðsdóttur, sem segist ekki geta svarað þessu nema eitt ár aftur í tímann, því ráðuneytið sem hún nú stýrir sér ekki eldra. Helga Vala segir sína fyrirspurn taka til lengri tíma en svo. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fyrirspurn sína til allra ráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra, setta fram að gefnu tilefni. Þingmaðurinn lýsir yfir mikilli óánægju með svör Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn sinni. Ljóst er að Lilju þykir fyrirspurnin síst til þess fallin að efla virðingu fyrir þinginu. Helga Vala kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum nú fyrir stundu og bað forseta Alþingis um aðstoð hans. Hún hafi í fyrra lagt fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra í garð starfsfólks ráðuneytanna. Lilja svarar bara fyrir eitt ár en fyrirspurnin tekur til fimm ára Helga Vala sagði að þingmenn stæðu frammi fyrir vanda því búið sé að skipta upp ráðuneytum í stjórnarráðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sagt að sér væri kunnugt um slíka vanvirðandi hegðun en þar væri um að ræða óformleg samskipti og hún gæti því ekki upplýst frekar um það. Helga Vala sagðist hafa vonast til þess að geta fengið svör dregin í gegnum forsætisráðuneytið, sem myndi þá ganga á eftir svörum við fyrirspurninni en það hafi ekki reynst gerlegt. Helga Vala hafi því neyðst til að dreifa fyrirspurnina á öll ráðuneyti. Hún bað um sundurliðun og að svörin tækju til þess tíma sem var áður en ráðuneytum var skipt upp. Sér hafi nú borist svör frá Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Helga Vala lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau svör því Lilja hafi þar sagt að hún gæti ekki svarað lengra aftur í tímann en sem nemi ári. Því ráðuneytið hafi ekki verið til lengur. Kennitöluflakk ráðherra Helga Vala sagði fyrirspurn sína vera að gefnu tilefni, sem þýðir þá að rökstuddur grunur um slíka framkomu sé til staðar. Fyrirspurnin varði eftirlitsskyldur þingmanna. „Við þurfum að fá þessi svör.“ Svör Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis voru hins vegar á þá leið, að hver ráðherra bæri ábyrgð á sínum svörum við fyrirspurnum sem þeim berast. Uppfært 16:14 Helga Vala tók málið upp aftur í dagskrárliðnum um Fundarstjórn forseta. Hún ítrekaði beiðni sína til Birgis, sem forseta alls þingsins, að hann beitti sér fyrir því að svör fengjust fram. Það gengi ekki að ráðherrar stunduðu kennitöluflakk með þessum hætti. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfykingar tóku í sama streng, að ekki gengi að uppskipting í stjórnarráðuneytinu þýddi að allar upplýsingar sem gerðust fyrir þann tíma væru þar með fyrir bý. Lilja D. Alfreðsdóttir steig þá í pontu og var mikill þungi í orðum hennar í stuttri ræðu: „Það væri óskandi að háttvirtir þingmenn, sumir sem eru hér staddir, hefðu dug í sér að kynna sér málin aðeins betur. Áður en þeir koma hingað í ræðustól og reyna að koma fram með einhverja tortryggni í garð ráðherra. Ef við ætlum að bæta stjórnmálin, nútímavæða þau og standa okkar plikt gagnvart þjóðinni, þá mættu sumir þingmenn hér inni hafa það í huga áður en þeir koma hingað og reyna að slá ryki í augu þeirra sem hér sitja inni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þingmaðurinn lýsir yfir mikilli óánægju með svör Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn sinni. Ljóst er að Lilju þykir fyrirspurnin síst til þess fallin að efla virðingu fyrir þinginu. Helga Vala kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum nú fyrir stundu og bað forseta Alþingis um aðstoð hans. Hún hafi í fyrra lagt fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra í garð starfsfólks ráðuneytanna. Lilja svarar bara fyrir eitt ár en fyrirspurnin tekur til fimm ára Helga Vala sagði að þingmenn stæðu frammi fyrir vanda því búið sé að skipta upp ráðuneytum í stjórnarráðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi sagt að sér væri kunnugt um slíka vanvirðandi hegðun en þar væri um að ræða óformleg samskipti og hún gæti því ekki upplýst frekar um það. Helga Vala sagðist hafa vonast til þess að geta fengið svör dregin í gegnum forsætisráðuneytið, sem myndi þá ganga á eftir svörum við fyrirspurninni en það hafi ekki reynst gerlegt. Helga Vala hafi því neyðst til að dreifa fyrirspurnina á öll ráðuneyti. Hún bað um sundurliðun og að svörin tækju til þess tíma sem var áður en ráðuneytum var skipt upp. Sér hafi nú borist svör frá Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Helga Vala lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau svör því Lilja hafi þar sagt að hún gæti ekki svarað lengra aftur í tímann en sem nemi ári. Því ráðuneytið hafi ekki verið til lengur. Kennitöluflakk ráðherra Helga Vala sagði fyrirspurn sína vera að gefnu tilefni, sem þýðir þá að rökstuddur grunur um slíka framkomu sé til staðar. Fyrirspurnin varði eftirlitsskyldur þingmanna. „Við þurfum að fá þessi svör.“ Svör Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis voru hins vegar á þá leið, að hver ráðherra bæri ábyrgð á sínum svörum við fyrirspurnum sem þeim berast. Uppfært 16:14 Helga Vala tók málið upp aftur í dagskrárliðnum um Fundarstjórn forseta. Hún ítrekaði beiðni sína til Birgis, sem forseta alls þingsins, að hann beitti sér fyrir því að svör fengjust fram. Það gengi ekki að ráðherrar stunduðu kennitöluflakk með þessum hætti. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfykingar tóku í sama streng, að ekki gengi að uppskipting í stjórnarráðuneytinu þýddi að allar upplýsingar sem gerðust fyrir þann tíma væru þar með fyrir bý. Lilja D. Alfreðsdóttir steig þá í pontu og var mikill þungi í orðum hennar í stuttri ræðu: „Það væri óskandi að háttvirtir þingmenn, sumir sem eru hér staddir, hefðu dug í sér að kynna sér málin aðeins betur. Áður en þeir koma hingað í ræðustól og reyna að koma fram með einhverja tortryggni í garð ráðherra. Ef við ætlum að bæta stjórnmálin, nútímavæða þau og standa okkar plikt gagnvart þjóðinni, þá mættu sumir þingmenn hér inni hafa það í huga áður en þeir koma hingað og reyna að slá ryki í augu þeirra sem hér sitja inni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira