„Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 20:23 Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, Eurovision-sérfræðingar og meðlimir í FÁSES. Bylgjan Eurovision-sérfræðingar eru á því að úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins séu alls ekki ráðin. Þau segja öll lögin eiga möguleika á að verða framlag Íslands í Eurovision. Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01