Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2023 07:00 Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Gunnlöð Jóna Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Úlfar Viktor er óhræddur við að þróa sinn persónulega stíl. Gunnlöð Jóna Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tíska er form sjálfstjáningar sem gerir mér kleift að sýna fram á persónuleika minn og sköpunargáfu. Ég elska hvernig tíska hvers og eins getur sagt svo mikið um manneskjuna án þess að hún segi orð. Tískan gefur manni svo endalaust af möguleikum sem gerir hana svo ofboðslega spennandi og lifandi. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessum heimi. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín verður að vera jakki sem ég erfði frá afa mínum. Hann var alltaf ofboðslega smekklegur maður og vel til hafður. Það er tímalaus jakki sem hægt er að blanda saman við aðra hluti í fataskápnum mínum en ég nota hann mjög sjaldan enda passa ég hann eins og gull. Ég hef tilhneigingu til að hallast að flíkum sem hafa falleg smáatriði og eru gerðar úr hágæða efnum. Mér finnst mikilvægt að fjárfesta í hlutum sem endast lengi og hægt er að nota við mismunandi tilefni. Úlfar Viktor er hrifinn af gæðaefnum sem endast lengi.Gunnlöð Jóna Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði ekki miklum tíma í að velja mér föt í hvert skipti en það fer þó klárlega alltaf fram einhver hugsun og einhverjar pælingar. Ég hef góða tilfinningu fyrir mínum persónulega stíl og því sem lítur vel út á mér, svo ég get fljótt valið hluti sem ég veit að munu vinna vel saman. Ef ég er hins vegar að fara á einhvern sérstakan viðburð eða við ákveðið tilefni gæti ég eytt meiri tíma í að velja outfit sem er passar og gefur mér sjálfsöryggi. Úlfar Viktor lýsir stílnum sínum sem sambland af mismunandi þáttum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er sambland af mismunandi þáttum og stílum sem ég blanda saman til að skapa einstakt og einstaklingsbundið útlit. Mér finnst til dæmis gaman að blanda saman edgy fötum við klassískari og fágaðri fylgihluti til að skapa þetta gullna jafnvægi. Mér finnst gaman að gera tilraunir með mismunandi áferðir, mynstur og liti til að búa til kraftmikla og áhugaverða heildarmynd á lúkkið. Þegar Úlfar Viktor var yngri reyndi hann stöðugt að fitta inn. Gunnlöð Jóna Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur klárlega þróast með tímanum. Þegar ég var yngri var ég einbeittari að því að fylgja straumum og reyndi grimmt að herma eftir jafnöldrum mínum til þess að fitta inn. Þá var ég líka að berjast við innri djöfla og vildi alls ekki að fólk vissi að ég væri samkynhneigður þannig ég leyfði mér heldur ekki að klæðast þeim flíkum sem túlkuðu mig á réttan hátt. Ég gerði allt til þess að verða ekki out-aður sem hommi. Eftir því sem ég hef orðið eldri og frjálsari í sjálfum mér hef ég hins vegar þróað með mér skilgreindari tilfinningu um hver minn persónulegi stíll er og hvað virkar fyrir mig. Ég er orðinn öruggari í vali mínu og nýt þess að taka áhættu og prófa nýja hluti. Úlfar Viktor hefur orðið sjálfsöruggari með árunum.Gunnlöð Jóna Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ tískuinnblástur frá ýmsum aðilum, þar á meðal street style bloggum, tískutímaritum og samfélagsmiðlum. Mér finnst gaman að fylgjast með núverandi trendum og sjá hvernig annað fólk túlkar þau. Ég sæki líka innblástur frá uppáhalds tískutáknunum mínum og hönnuðum, sem og hversdagslegu fólki sem hefur einstaka tilfinningu fyrir stíl. Meðal þeirra eru Billy Porter, Ezra Miller, Harry Styles, Jaden Smith, Lil Nas X, Tyler The Creator, Jimi Urquiaga, Iris van Herpen, Craig Green, Walter Van Beirendonck og Rei Kawakubo. Úlfar Viktor sækir meðal annars innblástur til rapparans Lil Nas X.Getty/Mike Coppola Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þegar kemur að því að klæða mig þá vil ég vera í fötum sem passa líkamanum mínum vel. Ég passa mig líka að klæða mig viðeigandi fyrir hvert tilefni og forðast auðvitað of avant-garde fatnað í ákveðnum aðstæðum. Ég færi til dæmis ekki í leðurjakkanum mínum með bláa flúffinu sem ég klæddist í Söngvakeppninni í jarðarför, það væri eflaust talið skrítið og óviðeigandi. Svo er líka bara að stundum er minna meira. Ef ég er í einhverjum rosalega miklum statement jakka þá vil ég hafa allt hitt frekar látlaust til þess að leyfa jakkanum að njóta sín. Jakkinn sem Úlfar Viktor klæddist í Söngvakeppninni er hans uppáhalds flík.Söngvakeppnin/RÚV Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég ætla bara að vera frekar klisjukenndur og fá að nefna jakkann minn í Söngvakeppninni. Ég varð ástfanginn af honum í New York í ágúst í fyrra og það var aldrei nein spurning hverju ég yrði í á stóra sviðinu eftir það. Hann mun lifa í mínu minni að eilífu og mér er eiginlega alveg sama hvað öllum öðrum finnst um hann, hann á stóran stað í mínu hjarta. Þessi eftirminnilegi búningur fangaði minn persónulega stíl fullkomlega og lét mér líða svo sjálfsöruggum og flottum. Mér leið eins og rokkstjörnu í honum og hann má eiga það að hann var showstopper, ég er búinn að fá mikið af hrósum fyrir hann. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það mikilvægasta er að klæðast því sem gefur þér sjálfsöryggi og lætur þér líða þægilega og trú sjálfu þér. Ekki vera hrætt við að taka áhættu og prófa nýja hluti en ekki heldur falla fyrir þrýstingnum að þurfa að fylgja öllum trendum eða þurfa að samræmast væntingum samfélagsins um hvað er í tísku hverju sinni. Finndu það sem hentar þér, notaðu innblástur og gerðu að þínu eigin. Úlfar Viktor segir sjálfstraust og áreiðanleika lykilatriði í tískunni.Aðsend Fjárfestu í hágæða hlutum sem endast lengi, frekar en að kaupa stöðugt ódýra og einnota hraðtískuvöru. Það er ekki aðeins sjálfbærara fyrir umhverfið heldur getur það líka sparað þér peninga til lengri tíma litið og hjálpað þér að byggja upp samhæfðan og tímalausan fataskáp. Mundu að tíska snýst ekki bara um fötin sem þú klæðist heldur líka um hvernig þú berð þig og orkuna sem þú gefur frá þér, þess vegna er tískan þín oft spegilmynd af sjálfri þér og persónuleikanum þínum. Sjálfstraust og áreiðanleiki eru lykilatriði, svo taktu þínum einstaka stíl opnum örmum og notaðu hann með stolti. Umfram allt á tískan að vera skemmtileg og skapandi sjálfstjáning. Ekki taka henni þó of alvarlega heldur njóttu þess að uppgötva þinn eigin persónulega stíl og gera tilraunir með alls konar ný og spennandi lúkk. Tíska og hönnun Tískutal Hinsegin Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Úlfar Viktor er óhræddur við að þróa sinn persónulega stíl. Gunnlöð Jóna Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tíska er form sjálfstjáningar sem gerir mér kleift að sýna fram á persónuleika minn og sköpunargáfu. Ég elska hvernig tíska hvers og eins getur sagt svo mikið um manneskjuna án þess að hún segi orð. Tískan gefur manni svo endalaust af möguleikum sem gerir hana svo ofboðslega spennandi og lifandi. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessum heimi. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín verður að vera jakki sem ég erfði frá afa mínum. Hann var alltaf ofboðslega smekklegur maður og vel til hafður. Það er tímalaus jakki sem hægt er að blanda saman við aðra hluti í fataskápnum mínum en ég nota hann mjög sjaldan enda passa ég hann eins og gull. Ég hef tilhneigingu til að hallast að flíkum sem hafa falleg smáatriði og eru gerðar úr hágæða efnum. Mér finnst mikilvægt að fjárfesta í hlutum sem endast lengi og hægt er að nota við mismunandi tilefni. Úlfar Viktor er hrifinn af gæðaefnum sem endast lengi.Gunnlöð Jóna Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði ekki miklum tíma í að velja mér föt í hvert skipti en það fer þó klárlega alltaf fram einhver hugsun og einhverjar pælingar. Ég hef góða tilfinningu fyrir mínum persónulega stíl og því sem lítur vel út á mér, svo ég get fljótt valið hluti sem ég veit að munu vinna vel saman. Ef ég er hins vegar að fara á einhvern sérstakan viðburð eða við ákveðið tilefni gæti ég eytt meiri tíma í að velja outfit sem er passar og gefur mér sjálfsöryggi. Úlfar Viktor lýsir stílnum sínum sem sambland af mismunandi þáttum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er sambland af mismunandi þáttum og stílum sem ég blanda saman til að skapa einstakt og einstaklingsbundið útlit. Mér finnst til dæmis gaman að blanda saman edgy fötum við klassískari og fágaðri fylgihluti til að skapa þetta gullna jafnvægi. Mér finnst gaman að gera tilraunir með mismunandi áferðir, mynstur og liti til að búa til kraftmikla og áhugaverða heildarmynd á lúkkið. Þegar Úlfar Viktor var yngri reyndi hann stöðugt að fitta inn. Gunnlöð Jóna Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur klárlega þróast með tímanum. Þegar ég var yngri var ég einbeittari að því að fylgja straumum og reyndi grimmt að herma eftir jafnöldrum mínum til þess að fitta inn. Þá var ég líka að berjast við innri djöfla og vildi alls ekki að fólk vissi að ég væri samkynhneigður þannig ég leyfði mér heldur ekki að klæðast þeim flíkum sem túlkuðu mig á réttan hátt. Ég gerði allt til þess að verða ekki out-aður sem hommi. Eftir því sem ég hef orðið eldri og frjálsari í sjálfum mér hef ég hins vegar þróað með mér skilgreindari tilfinningu um hver minn persónulegi stíll er og hvað virkar fyrir mig. Ég er orðinn öruggari í vali mínu og nýt þess að taka áhættu og prófa nýja hluti. Úlfar Viktor hefur orðið sjálfsöruggari með árunum.Gunnlöð Jóna Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ tískuinnblástur frá ýmsum aðilum, þar á meðal street style bloggum, tískutímaritum og samfélagsmiðlum. Mér finnst gaman að fylgjast með núverandi trendum og sjá hvernig annað fólk túlkar þau. Ég sæki líka innblástur frá uppáhalds tískutáknunum mínum og hönnuðum, sem og hversdagslegu fólki sem hefur einstaka tilfinningu fyrir stíl. Meðal þeirra eru Billy Porter, Ezra Miller, Harry Styles, Jaden Smith, Lil Nas X, Tyler The Creator, Jimi Urquiaga, Iris van Herpen, Craig Green, Walter Van Beirendonck og Rei Kawakubo. Úlfar Viktor sækir meðal annars innblástur til rapparans Lil Nas X.Getty/Mike Coppola Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þegar kemur að því að klæða mig þá vil ég vera í fötum sem passa líkamanum mínum vel. Ég passa mig líka að klæða mig viðeigandi fyrir hvert tilefni og forðast auðvitað of avant-garde fatnað í ákveðnum aðstæðum. Ég færi til dæmis ekki í leðurjakkanum mínum með bláa flúffinu sem ég klæddist í Söngvakeppninni í jarðarför, það væri eflaust talið skrítið og óviðeigandi. Svo er líka bara að stundum er minna meira. Ef ég er í einhverjum rosalega miklum statement jakka þá vil ég hafa allt hitt frekar látlaust til þess að leyfa jakkanum að njóta sín. Jakkinn sem Úlfar Viktor klæddist í Söngvakeppninni er hans uppáhalds flík.Söngvakeppnin/RÚV Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég ætla bara að vera frekar klisjukenndur og fá að nefna jakkann minn í Söngvakeppninni. Ég varð ástfanginn af honum í New York í ágúst í fyrra og það var aldrei nein spurning hverju ég yrði í á stóra sviðinu eftir það. Hann mun lifa í mínu minni að eilífu og mér er eiginlega alveg sama hvað öllum öðrum finnst um hann, hann á stóran stað í mínu hjarta. Þessi eftirminnilegi búningur fangaði minn persónulega stíl fullkomlega og lét mér líða svo sjálfsöruggum og flottum. Mér leið eins og rokkstjörnu í honum og hann má eiga það að hann var showstopper, ég er búinn að fá mikið af hrósum fyrir hann. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það mikilvægasta er að klæðast því sem gefur þér sjálfsöryggi og lætur þér líða þægilega og trú sjálfu þér. Ekki vera hrætt við að taka áhættu og prófa nýja hluti en ekki heldur falla fyrir þrýstingnum að þurfa að fylgja öllum trendum eða þurfa að samræmast væntingum samfélagsins um hvað er í tísku hverju sinni. Finndu það sem hentar þér, notaðu innblástur og gerðu að þínu eigin. Úlfar Viktor segir sjálfstraust og áreiðanleika lykilatriði í tískunni.Aðsend Fjárfestu í hágæða hlutum sem endast lengi, frekar en að kaupa stöðugt ódýra og einnota hraðtískuvöru. Það er ekki aðeins sjálfbærara fyrir umhverfið heldur getur það líka sparað þér peninga til lengri tíma litið og hjálpað þér að byggja upp samhæfðan og tímalausan fataskáp. Mundu að tíska snýst ekki bara um fötin sem þú klæðist heldur líka um hvernig þú berð þig og orkuna sem þú gefur frá þér, þess vegna er tískan þín oft spegilmynd af sjálfri þér og persónuleikanum þínum. Sjálfstraust og áreiðanleiki eru lykilatriði, svo taktu þínum einstaka stíl opnum örmum og notaðu hann með stolti. Umfram allt á tískan að vera skemmtileg og skapandi sjálfstjáning. Ekki taka henni þó of alvarlega heldur njóttu þess að uppgötva þinn eigin persónulega stíl og gera tilraunir með alls konar ný og spennandi lúkk.
Tíska og hönnun Tískutal Hinsegin Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira