Mætum til leiks: Ákall til landsmanna Kristrún Frostadóttir skrifar 4. mars 2023 17:01 Yfirskrift fundarins er ákall til landsmanna — ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt sem lítur til okkar í Samfylkingunni og vill sjá og trúir á gerlegar breytingar undir okkar forystu: Mætum til leiks! Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks — því Samfylkingin er lögð af stað í leiðangur — við erum byrjuð að undirbúa okkur; undirbúa okkur fyrir verkefnin; undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmálanna og leiða breytingar í íslensku samfélagi — fyrir fólkið sem hér býr, hinn almenna launamann, ósköp venjulega Íslendinga sem vita að við erum sterkari saman — að samkenndin og samhjálpin trompar einstaklingshyggjuna, og verður að taka við sem höfuðgildi ríkisstjórnar landsins. Kæru félagar. Ég sagði á landsfundi — í minni fyrstu stefnuræðu sem formaður — að nú gengi í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Og það voru ekki innantóm orð — við höfum látið verkin tala — við höfum ráðist í breytingar: Með nýrri forystu auðvitað, nýjum áherslur og forgangsröðun og með því að hefja nýtt, opið samtal við fólkið í landinu — til að stilla fókusinn rétt og standa undir nafni. Við höfum staldrað við — farið aftur í kjarnann og lagt ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna; kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks. Nýtt merki, nýir starfskraftar, nýjar höfuðstöðvar á Hallveigarstíg 1 — sem eru samt gamlar og góðar. Ný nálgun á fjáröflun sem er að fara af stað. Og í dag hefjum við nýtt og umfangsmikið málefnastarf, sem verður með breyttu sniði — sem ég segi betur frá á eftir. Þetta er bara byrjunin. Það sem við höfum gert á fjórum mánuðum frá landsfundi. En svona vinnum við, jafnt og þétt, eitt skref í einu. Og allt er þetta undirbúningur fyrir risastór verkefni sem bíða okkar — undirbúningur sem við verðum að taka alvarlega. Kæru félagar, við höldum áfram á þessari braut — því enn er verk að vinna: Við ætlum að vera klár þegar kallið kemur — ekki bara í kosningum heldur í ríkisstjórn og frammi fyrir þeim verkefnum sem þá munu blasa við okkur. Við ætlum í ríkisstjórn Já — Samfylkingin stefnir í stjórn — við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum. Samfylkingin stefnir í stjórn og fyrir því er ein og aðeins ein ástæða: Verkefnin sem kalla. Því þau kalla á okkur. Og þau eru aldeilis ærin verkefnin sem blasa við í íslensku samfélagi. Svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi af laununum sínum. Búið við öryggi á húsnæðismarkaði. Og sótt sér heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki þegar eitthvað kemur upp á. Þetta eru bara fáein dæmi. Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar — eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum — algjörlega verkstola — þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn. Ríkisstjórnin hefur misst stjórn á verðbólgunni og vöxtunum. Og þessi ríkisstjórn var auðvitað fyrir löngu búin að missa stjórn á velferðarkerfinu og húsnæðismálunum. Enda eru velferðarmálin nátengd og í raun grunnur efnahagsmála – það er samhengi á milli alls, það gerist ekkert í tómarúmi. Þess vegna er þessi verkaskipting í ríkisstjórninni — sem felur í sér að hver ráðherra sitji í sínu horni, með forsætisráðherra sem virðist bara fylgjast með á meðan fjármálaráðherra slær á puttana hjá öllum hinum — svo merkileg. Hvar er heildarsamhengið, heildarsýnin? Hún er hvergi. Stefnan virðist vera að halda út — viðvera, þaulseta, markmiðin eru nú talin í árum setið ekki út frá þjónustu við almenning. Svo eru þau hissa á að það sé ólga á vinnumarkaði, verkföll, verkbönn — hissa á að verkalýðshreyfingin sæki sitt í gegnum launaliðinn þegar ríkisstjórnin hefur fyrir löngu gefist upp á því að reka velferðarkerfið og styrkja samfélagið. Launafólk hefur ekki lengur trú á því að hér sé þjónandi forysta sem stýrir þjóðarskútunni, skapi farveg samhjálpar og skilning á mikilvægi þess að kjarabætur séu sniðnar að þörfum fólksins í landinu gegnum velferðarkerfið okkar. Þessi staða bitnar líka á litlu fyrirtækjunum í landinu sem flest eiga ekkert skylt við þau stóru, sem eru á fákeppnismarkaði, mörg hver á alþjóðlegum markaði og búa við allt annað rekstrarumhverfi. Nei, ríkisstjórnin sér ekki samhengi hlutanna, eða vill ekki sjá það. Þau tala eins og óbreyttir áhorfendur eða álitsgjafar þegar þau eru spurð hvað gera skuli — lýsa bara aðstæðum, láta eins og þau séu ekki lykilgerendur í samfélaginu — eins og þau hafi enga stjórn. Þessi ríkisstjórn á engin svör — ráðherrarnir benda bara á alla aðra og taka enga ábyrgð. Það er bent á fólkið í landinu — sem verður víst bara að eyða minna — og bent á Seðlabankann, sem á víst einn að bera ábyrgð á verðbólgunni samkvæmt nýjustu kenningum forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Nýjasta útspilið hjá þeim ráðherra sem stýrt hefur efnahagsmálum undanfarinn áratug, er að benda á aðrar undirstofnanir ríkisins — eins til dæmis lögregluna og Landhelgisgæsluna — sem gengur víst erfiðlega að veita lögbundna þjónustu innan ramma fjárlaga, hvern hefði grunað? Og síðast en ekki síst er fingrinum auðvitað bent á aðila vinnumarkaðarins — eins og það sé ekkert samhengi, eins og samfélagið sé allt bara einhverjar einingar sem tengjast ekki innbyrðis. Ef marka má málflutning forystu ríkisstjórnarflokkanna er verðbólgan sem sagt öll einhverjum öðrum að kenna! Og staðan í velferðarkerfinu sennilega líka. Þetta er auðvitað vitleysa, algjör flótti undan ábyrgð — það er ekki nema von að fólkið í landinu klóri sér í kollinum. Hver ber þá ábyrgð á stjórn efnahagsmála? Ber ríkisstjórnin enga ábyrgð? Bera ráðherrarnir enga ábyrgð? Þetta er algjör uppgjöf — þau láta eins og þau sé bara einhverjir áhorfendur í efnahagslífi þjóðarinnar. Sama ríkisstjórn og sömu ráðherrar og stærðu sig af því bara núna fyrir nokkrum mánuðum að nú væri hafið nýtt lágvaxtatímabil í íslenskri hagsögu. Og töluðu eins og þau ein væru fær um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þetta væri nú alveg nógu alvarleg staða út af fyrir sig. En það sem er verst er að ríkisstjórnin hefur enga stefnu. Í alvöru talað — enga stefnu um það hvernig á að vinna gegn verðbólgunni. Eftir heilt ár af hárri verðbólgu — sem fer enn hækkandi. Það er ekkert plan! Man einhver hvaða aðgerðir ríkisstjórnin kynnti síðasta haust til að vinna gegn verðbólgu? Og hvernig gekk það nú aftur? Skilagjald á einnota drykkjarumbúðum var náttúrulega fryst, eins og frægt er. Og framlög til stjórnmálaflokka voru lækkuð um fáeinar milljónir — samanlagt kannski eins og ein mánaðarlaun forstjóra í kauphöllinni. Og það var haldinn blaðamannafundur. — Aldrei nóg af blaðamannafundum. Það þarf ekki hagfræðing til að átta sig að þetta hefur alls engin áhrif í þjóðhagslegu samhengi. En á sama tíma var mikilvægum fjárfestingum frestað og auðvitað voru öll krónutölugjöld ríkisins skrúfuð upp í topp! Sem leggjast þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Nema hvað. Allt aðhaldið er lagt á almenning af þessari ríkisstjórn. Kæru félagar, Samfylkingin kynnti hins vegar kjarapakka til að mæta ástandinu — sem hefur algjörlega haldið gildi sínu. Og við höfum haldið uppi mjög einbeittum málflutningi á Alþingi — það eru ekki bara orðin tóm frá okkur; eintóm gagnrýni án þess að leggja fram lausnir. Þvert á móti: Við höfum lagt fram lausnir — við höfum lagt fram kjarapakka til að vinna gegn verðbólgunni og verja um leið heimilisbókhaldið. Þannig sýnum við ábyrgð og þannig sýnum við fólkinu í landinu hvernig við myndum stjórna. Grunnhugmynd kjarapakkans var einföld: Að taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru — eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum. Og svo höfum við lagt til tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og verið algjörlega samstíga með verkalýðshreyfingunni í því máli. Tillögur okkar hefðu dregið úr halla ríkissjóðs án þess að kalla á niðurskurð í velferðarmálum. Á sama tíma fer ríkisstjórnin í þveröfuga átt — jók halla ríkissjóðs úr 90 í 120 milljarða en er nú byrjuð að boða enn og aftur flatan niðurskurð í velferðarkerfinu. Það er lægsti samnefnarinn — það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um að gera. Flatur niðurskurður. Aðgerð sem þau telja ekki fela neina pólitík í sér, því þetta sé nú bara flöt prósentutala yfir allt saman – en höfum í huga; nákvæmlega svona aðgerðir, þessi flata aðhaldskrafa, er sú aðgerð sem hefur rúið flestar stofnanir inn að beini hér á landi – stefnulaus niðurskurður, sem frestar fyrst og fremst viðhaldi, verkefnum og bætir ekki skilvirkni að neinu ráði. Þetta vita þau. En þetta er eina aðgerðin sem þau geta komið sér saman um — óútfærð pennastrik í fjármálaáætlun mikilvægustu stofnana landsins. Eltum ekki skoðanakannanir — eina sem skiptir máli núna er verkefnið Þetta er nú ekki burðugt hjá þeim. En ríkisstjórnin dæmir sig sjálf. Þeirra störf — eða starfleysi — dæmir sig algjörlega sjálft. Og ég þarf ekki að eyða fleiri orðum í þau. Við í Samfylkingunni munum ekki skilgreina okkur út frá þeirri ríkisstjórn sem við ætlum að leysa af hólmi. Við munum ekki vera bara „ekki þau“ — það dugar ekki til — við skilgreinum okkur út frá þeirri framtíð sem við viljum skapa á Íslandi fyrir fólkið sem hér býr. Við skulum tala um okkar mál; hverju við ætlum að breyta og hvers vegna — hvernig við ætlum að vinna og hvernig við munum stjórna. Þannig stundum við jákvæða pólitík og þannig sækjum við ánægjufylgi, vonarfylgi — sem er líklegra til að skila sér alla leið í kjörkassann og veita okkur umboð til breytinga. Þess vegna kynnum við í dag og setjum af stað nýtt málefnastarf með breyttu sniði — alvöru vinnu sem mun leggja grunninn að raunhæfum aðgerðum og raunverulegum breytingum fyrir fólkið í landinu. Og ég ætla að fara yfir það rétt strax. En ég kemst eiginlega ekki hjá því að ávarpa fyrst það sem ég veit að mörg ykkar hafa bakvið eyrað — sem er ris Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Mér finnst bara eðlilegt að við ræðum það: Við höfum náð athygli landsmanna — og það er gott. En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir — og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig. Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum látið kippa okkur út af laginu vegna fréttahringsins hverju sinni — okkar athygli þarf að vera á langtímaverkefninu; stóru breiðu velferðarmálunum og skipulagningu efnahags- og atvinnumála. Við stjórnum ekki landinu með hneykslun, eða óánægju að leiðarljósi, það eru engar skyndilausnir og við þurfum að nota alla okkar athygli í að byggja upp trúverðugan málflutning með raunverulegum aðgerðum á bakvið. Það er nefnilega eitt að ná í gegn; annað að gera eitthvað þegar á hólminn er komið. Þetta veit þjóðin manna best, eftir að hafa fylgst með ákveðnum flokkum núna í ríkisstjórn. Við erum ekki í einhverri tímabundinni vinsældakeppni — við erum ekki einu sinni í keppni — við erum í pólitík, til að vinna gagn. Og þá þarf að fylgja sannfæringu sinni þó kannanir kunni að sveiflast upp og niður — eins og við vitum. Þannig að — við erum algjörlega róleg og algjörlega auðmjúk; fullkomlega meðvituð um að kannanir eru bara kannanir og það er fólkið í landinu sem ræður þegar upp er staðið — með atkvæði sínu. Hvort sem fylgið mælist 24 eða 15% — eða 30% — það skiptir bara engu máli. Það eina sem skiptir máli núna er verkefnið — að við mætum til leiks. Leggjum á okkur vinnuna. Við ætlum að leysa úr vandamálum almennings á Íslandi og starfa í almannahag. Og það mun bara krefjast miklu meiri vinnu en það útheimtir að rjúka aðeins upp í skoðanakönnunum. Þess vegna þurfum við áfram að halda fókus. Við höfum haldið fókus. Og þar njótum við góðs af því að vera með hörkuöflugan þingflokk, mikla reynslu og öguð vinnubrögð. Það skiptir öllu máli til að skilaboð okkar nái í gegn og til þess að sýna fólkinu í landinu að við tökum verkefnið alvarlega og erum að undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmála um leið og kallið kemur. Vinnan sem við ætlum að fara í — er bara miklu mikilvægari en þessar skoðanakannanir og það er í alvörunni mín hreinskilna afstaða. Það sem við þurfum að gera er að tala við fólk og spyrja okkur: Hvert er ástandið í þjóðfélaginu? Og hvar eru vandamálin? Og einbeita okkur að þeim og bregðast við. Við sjáum fátækt hjá eldri borgurum og öryrkjum. Við sjáum fólk í fullri vinnu með laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Við sjáum öldrunarþjónustu í ólagi og heilbrigðiskerfi sem er vanfjármagnað og stendur ekki undir væntingum. Húsnæðismálin eru í rugli — enn einu sinni — horfum við upp á markaðinn þjóta upp og niður á vakt þessarar ríkisstjórnar. Samgöngumálin eru vanrækt og hreyfast ekki. Svo ekki sé minnst á verðbólguna. Inn í þetta ástand stígum við í Samfylkingunni. Og það verður ekki auðvelt að ráða fram úr þessum vandamálum — en við ætlum að gera alvöru atlögu að því og til þess þurfum við að fylkja með okkur fólkinu í landinu; hverjum einasta einstaklingi sem hér býr og hefur í sér þessa jafnaðartaug. Við getum það en það kostar vinnu. Nýtt málefnastarf Kæru vinir, eins og ég fór yfir áðan þá erum við á fullri ferð — við erum að byrja á okkur sjálfum og ráðast í alls konar breytingar. Og eitt lítið skref í því — en mikilvægt engu að síður — er þessi rós og þessi fallegi rauði litur sem við höfum núna tekið í notkun. Það er ekki bara einhver yfirborðsmennska — þetta þýðir eitthvað, það er merking í þessu, sem skiptir okkur máli og minnir okkur á hvaðan við komum. Rauða rósin er okkar merki og nú erum við að taka aftur upp sterkari og klassískari rauðan lit — sem er til marks um sjálfstraust og sterka sannfæringu. Auðvitað væri þetta einskis virði eitt og sér — en samhengið skiptir máli. Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að halda tengingu okkar við meira en hundrað ára sögu og sigurgöngu jafnaðarstefnunnar — sem hefur getið af sér farsælustu samfélög í heiminum. Ég er stolt af nýju rósinni og nýja útlitinu og vil þakka Sigga Odds kærlega fyrir vel unnið verk og gott samstarf. Og ég má til með að þakka líka formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs fyrir frumkvæðið. En — við verðum ekki dæmd af merkinu heldur verkinu sem við vinnum. Og við getum hvorki lifað á glæstri fortíð einni saman né með vísan til alþjóðlegrar hreyfingar — heldur verðum við að skapa betri framtíð hér á Íslandi. Og það leiðir mig að næsta skrefi í þessum leiðangri okkar í Samfylkingunni — þessum undirbúningi sem nú er hafinn: Og það er nýtt og umfangsmikið málefnastarf sem stjórn flokksins boðar nú til. Ég sagði á landsfundi að ég vildi opna flokkinn og halda áfram að eiga umfangsmikið samtal við fólk um land allt — eftir að hafa haldið 50 opna fundi með fólki í heimabyggð þess. Og ég lýsti því yfir að það yrði meginverkefni Samfylkingarinnar næsta árið — að boða til efnislegrar umræðu um þá málaflokka sem við setjum í forgang fyrir næstu ár, halda opna fundi og málþing — kalla til sérfræðinga, fólkið á gólfinu, fólk sem er hokið af reynslu og líka unga fólkið sem vill móta sína eigin framtíð hér á Íslandi. Þetta ætlum við að gera Stjórn flokksins — sem ber ábyrgð á stefnumótun og málefnavinnu — ræddi ýmsar hugmyndir og við vorum á einu máli um að það mætti gera ákveðnar breytingar á málefnastarfinu. Við viljum að málefnastarfið sé opið og aðgengilegt öllum — en samt undir ákveðinni stjórn. Við viljum kalla til sérfræðinga eftir þörfum — en samt sækja pólitíkina og tilfinninguna til grasrótar og fólksins í landinu, jafnt innan sem utan flokks. Við viljum viða að okkur hugmyndum og sjónarmiðum úr sem flestum áttum — en samt geta unnið skipulega úr efninu og einfaldað málflutninginn þannig að stefnumál okkar nái í gegn. Og uppleggið er svona: Við ætlum að tvískipta málefnastarfinu. Annars vegar eru ákveðin forgangsmál, sem stjórn hefur valið og sem flokkurinn mun fara í af fullum þunga. Þar verðum öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur mun halda utan um og leiða vinnuna. Við tökum eitt forgangsmál í einu — yfir ákveðinn tíma — og útkoman á að vera verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn; forgangsröðun og skýr pólitík; verkefnalisti frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabilin í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Og það gleður mig að tilkynna hér í dag að fyrsta forgangsmálið sem við förum í af þessum þunga eru heilbrigðismál og öldrunarþjónusta. Það er ekki að ástæðulausu. Þetta eru málaflokkar sem kalla svo sannarlega á breytingar og nýja nálgun á grundvelli klassískrar jafnaðarstefnu — og þetta eru málefni sem útheimta athygli, agaða vinnu og skýra stefnu. Öll þjóðin veit að þessi mál eru ólestri hjá núverandi ríkisstjórn og hún býður ekki einu sinni upp á neina von um breytingar — enga sýn eða áætlun um einhverjar framfarir. Það ætlum við að bjóða upp á. Og þessi vinna hefst núna strax — það verða skráningarblöð hér á borðum þar sem fólk getur skráð sig til leiks. Þingmenn geta lagt sitt af mörkum og sveitarstjórnarfulltrúar og óbreyttir félagar — við munum halda málþing og opna fundi alveg niður í minnsta aðildarfélag. Ég vil að fólkið í landinu viti af því að heilbrigðismálin og öldrunarþjónustan verða í forgangi hjá jafnaðarfólki og að við ætlum að blása til opinnar umræðu við sérfræðinga og almenning um land allt — og skila af okkur alvöru vinnu. Og kæru félagar, ég hvet ykkur öll — og hverja einustu einingu flokksins — til að leggja höfuðið í bleyti og hugsa hvað þið gætuð lagt af mörkum í þessari vinnu sem er framundan; þeim undirbúningi sem nú er hafinn. Því að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Við förum betur yfir praktísk atriði í þessu seinna á fundinum. En ég vil segja frá því að formaður í stýrihópnum um heilbrigðismál og öldrunarþjónustu er engin önnur en Anna Sigrún Baldursdóttir — sem hefur meðal annars unnið sem aðstoðarmaður velferðarráðherra, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, framkvæmdastjóri á Landspítala og er nú skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Anna Sigrún er algjörlega gegnheil í sinni jafnaðarmennsku og ég vil þakka henni fyrir að taka að sér þetta veigamikla verkefni. En með henni í stýrihópnum verða þau Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi okkar í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræðingur, sem hefur meðal annars unnið við stjórn heimahjúkrunar — og Sindri Kristjánsson frá Akureyri, sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Lyfjastofnun og í velferðarráðuneytinu, meðal annars. Takk fyrir að taka þetta að ykkur — ég hef fulla trú á þessu þríeyki — gefum þeim gott klapp! Þessari vinnu við heilbrigðis- og öldrunarmálin á að ljúka fyrir flokksstjórnarfundinn næsta haust og þá tekur við næsta forgangsmál: Atvinna og samgöngur — sem verður í forgrunni hjá okkur frá hausti og fram á vor 2024. En þá er planið að fara af stað í þriðja og síðasta forgangsmálið: Húsnæðis- og kjaramál — sem við stefnum þá á að taka fyrir fram að næsta landsfundi, sem verður haustið 2024. Þannig að — við munum hafa nóg að gera! En ég get lofað ykkur því að þessi vinna mun nýtast. Við verðum tilbúin að vinna kosningar og taka við stjórnartaumunum og það sem er mikilvægast af öllu: Tilbúin að leiða raunsæjar breytingar — grundvallarbreytingar fyrir fólkið í landinu — á grunni jafnaðarmennsku. En ég sagði áðan að málefnastarfið yrði tvískipt: Það eru þá annars vegar þessi forgangsmál sem við munum fara í, öll saman, af fullum þungum — en hins vegar verðum auðvitað líka að geta tekið önnur málefni til umræðu þegar þörf er á og eftir atvikum unnið að breytingum á stefnu flokksins fram að næsta landsfundi. Og þess vegna höfum við skipað sex tengiliði við stjórn flokksins — sem munu hver fyrir sig halda utan um málefnastarf sem fellur undir önnur málefnasvið í stefnu flokksins. Þessir tengiliðir verða kynntir á eftir. Okkur líður vel — áfram gakk Flokksstjórn. Við í forystu flokksins vonum að þessum nýju áherslum og breytingum verði vel tekið. Þetta er spennandi verkefni og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Við þurfum bara að ganga glaðbeitt til verks og vera auðmjúk gagnvart því að við erum ekki með öll svörin. Það er mikil vinna framundan — en við treystum okkur til að sinna henni vel, taka samtalið og hlusta — með heitt hjarta og kaldan haus, eins og stundum er sagt. Og þá mun okkur farnast vel. Ég hlakka til að vinna þetta með ykkur á næstu misserum. En — ég hef að vísu fleiri skyldum að gegna. Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur — það reynir svolítið á að vera í fæðingarorlofi á tímum sem þessum! En ég fylgist vel með. Og mér líður bara vel — því að varaformaðurinn og þingflokkurinn okkar og stjórnin og starfsfólkið og grasrótin um land allt — þið eruð bara algjörlega með þetta. Okkur líður vel með okkar pólitík og okkar málflutning. Og ég þarf ekkert endilega að vera á sviðinu allan tímann þó að ég sé vissulega formaður. Við vitum hvað við erum að gera – ólíkt ríkisstjórninni sem er búin að missa alla stjórn og dæmir sig sjálf. Við fylgjum sannfæringu, strategíu, skipulagi og plani, byggjum flokksstarfið upp og undirbúum okkur fyrir ærið verkefni – jafnt og þétt, skref fyrir skref. Því við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn — vegna þess að verkin kalla. Undirbúningurinn er í fullum gangi, á sama tíma og ég sinni mikilvægu verkefni heima fyrir og kúpla mig aðeins út. Enda er þetta langtímavegferð sem við erum lögð af stað í. Svo ég segi bara: Áfram gakk! Mætum til leiks og fylkjum með okkur fólkinu í landinu. Flokksstjórn og aðrir áheyrendur, takk fyrir mig. Og takk Hafnfirðingar fyrir að bjóða okkur hingað í Kaplakrika — þið eruð höfðingjar heim að sækja. Takk fyrir! Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Ræðan var flutt á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 4. mars 2023 í Kaplakrika í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Yfirskrift fundarins er ákall til landsmanna — ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt sem lítur til okkar í Samfylkingunni og vill sjá og trúir á gerlegar breytingar undir okkar forystu: Mætum til leiks! Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks — því Samfylkingin er lögð af stað í leiðangur — við erum byrjuð að undirbúa okkur; undirbúa okkur fyrir verkefnin; undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmálanna og leiða breytingar í íslensku samfélagi — fyrir fólkið sem hér býr, hinn almenna launamann, ósköp venjulega Íslendinga sem vita að við erum sterkari saman — að samkenndin og samhjálpin trompar einstaklingshyggjuna, og verður að taka við sem höfuðgildi ríkisstjórnar landsins. Kæru félagar. Ég sagði á landsfundi — í minni fyrstu stefnuræðu sem formaður — að nú gengi í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Og það voru ekki innantóm orð — við höfum látið verkin tala — við höfum ráðist í breytingar: Með nýrri forystu auðvitað, nýjum áherslur og forgangsröðun og með því að hefja nýtt, opið samtal við fólkið í landinu — til að stilla fókusinn rétt og standa undir nafni. Við höfum staldrað við — farið aftur í kjarnann og lagt ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna; kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks. Nýtt merki, nýir starfskraftar, nýjar höfuðstöðvar á Hallveigarstíg 1 — sem eru samt gamlar og góðar. Ný nálgun á fjáröflun sem er að fara af stað. Og í dag hefjum við nýtt og umfangsmikið málefnastarf, sem verður með breyttu sniði — sem ég segi betur frá á eftir. Þetta er bara byrjunin. Það sem við höfum gert á fjórum mánuðum frá landsfundi. En svona vinnum við, jafnt og þétt, eitt skref í einu. Og allt er þetta undirbúningur fyrir risastór verkefni sem bíða okkar — undirbúningur sem við verðum að taka alvarlega. Kæru félagar, við höldum áfram á þessari braut — því enn er verk að vinna: Við ætlum að vera klár þegar kallið kemur — ekki bara í kosningum heldur í ríkisstjórn og frammi fyrir þeim verkefnum sem þá munu blasa við okkur. Við ætlum í ríkisstjórn Já — Samfylkingin stefnir í stjórn — við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum. Samfylkingin stefnir í stjórn og fyrir því er ein og aðeins ein ástæða: Verkefnin sem kalla. Því þau kalla á okkur. Og þau eru aldeilis ærin verkefnin sem blasa við í íslensku samfélagi. Svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi af laununum sínum. Búið við öryggi á húsnæðismarkaði. Og sótt sér heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki þegar eitthvað kemur upp á. Þetta eru bara fáein dæmi. Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar — eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum — algjörlega verkstola — þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn. Ríkisstjórnin hefur misst stjórn á verðbólgunni og vöxtunum. Og þessi ríkisstjórn var auðvitað fyrir löngu búin að missa stjórn á velferðarkerfinu og húsnæðismálunum. Enda eru velferðarmálin nátengd og í raun grunnur efnahagsmála – það er samhengi á milli alls, það gerist ekkert í tómarúmi. Þess vegna er þessi verkaskipting í ríkisstjórninni — sem felur í sér að hver ráðherra sitji í sínu horni, með forsætisráðherra sem virðist bara fylgjast með á meðan fjármálaráðherra slær á puttana hjá öllum hinum — svo merkileg. Hvar er heildarsamhengið, heildarsýnin? Hún er hvergi. Stefnan virðist vera að halda út — viðvera, þaulseta, markmiðin eru nú talin í árum setið ekki út frá þjónustu við almenning. Svo eru þau hissa á að það sé ólga á vinnumarkaði, verkföll, verkbönn — hissa á að verkalýðshreyfingin sæki sitt í gegnum launaliðinn þegar ríkisstjórnin hefur fyrir löngu gefist upp á því að reka velferðarkerfið og styrkja samfélagið. Launafólk hefur ekki lengur trú á því að hér sé þjónandi forysta sem stýrir þjóðarskútunni, skapi farveg samhjálpar og skilning á mikilvægi þess að kjarabætur séu sniðnar að þörfum fólksins í landinu gegnum velferðarkerfið okkar. Þessi staða bitnar líka á litlu fyrirtækjunum í landinu sem flest eiga ekkert skylt við þau stóru, sem eru á fákeppnismarkaði, mörg hver á alþjóðlegum markaði og búa við allt annað rekstrarumhverfi. Nei, ríkisstjórnin sér ekki samhengi hlutanna, eða vill ekki sjá það. Þau tala eins og óbreyttir áhorfendur eða álitsgjafar þegar þau eru spurð hvað gera skuli — lýsa bara aðstæðum, láta eins og þau séu ekki lykilgerendur í samfélaginu — eins og þau hafi enga stjórn. Þessi ríkisstjórn á engin svör — ráðherrarnir benda bara á alla aðra og taka enga ábyrgð. Það er bent á fólkið í landinu — sem verður víst bara að eyða minna — og bent á Seðlabankann, sem á víst einn að bera ábyrgð á verðbólgunni samkvæmt nýjustu kenningum forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Nýjasta útspilið hjá þeim ráðherra sem stýrt hefur efnahagsmálum undanfarinn áratug, er að benda á aðrar undirstofnanir ríkisins — eins til dæmis lögregluna og Landhelgisgæsluna — sem gengur víst erfiðlega að veita lögbundna þjónustu innan ramma fjárlaga, hvern hefði grunað? Og síðast en ekki síst er fingrinum auðvitað bent á aðila vinnumarkaðarins — eins og það sé ekkert samhengi, eins og samfélagið sé allt bara einhverjar einingar sem tengjast ekki innbyrðis. Ef marka má málflutning forystu ríkisstjórnarflokkanna er verðbólgan sem sagt öll einhverjum öðrum að kenna! Og staðan í velferðarkerfinu sennilega líka. Þetta er auðvitað vitleysa, algjör flótti undan ábyrgð — það er ekki nema von að fólkið í landinu klóri sér í kollinum. Hver ber þá ábyrgð á stjórn efnahagsmála? Ber ríkisstjórnin enga ábyrgð? Bera ráðherrarnir enga ábyrgð? Þetta er algjör uppgjöf — þau láta eins og þau sé bara einhverjir áhorfendur í efnahagslífi þjóðarinnar. Sama ríkisstjórn og sömu ráðherrar og stærðu sig af því bara núna fyrir nokkrum mánuðum að nú væri hafið nýtt lágvaxtatímabil í íslenskri hagsögu. Og töluðu eins og þau ein væru fær um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þetta væri nú alveg nógu alvarleg staða út af fyrir sig. En það sem er verst er að ríkisstjórnin hefur enga stefnu. Í alvöru talað — enga stefnu um það hvernig á að vinna gegn verðbólgunni. Eftir heilt ár af hárri verðbólgu — sem fer enn hækkandi. Það er ekkert plan! Man einhver hvaða aðgerðir ríkisstjórnin kynnti síðasta haust til að vinna gegn verðbólgu? Og hvernig gekk það nú aftur? Skilagjald á einnota drykkjarumbúðum var náttúrulega fryst, eins og frægt er. Og framlög til stjórnmálaflokka voru lækkuð um fáeinar milljónir — samanlagt kannski eins og ein mánaðarlaun forstjóra í kauphöllinni. Og það var haldinn blaðamannafundur. — Aldrei nóg af blaðamannafundum. Það þarf ekki hagfræðing til að átta sig að þetta hefur alls engin áhrif í þjóðhagslegu samhengi. En á sama tíma var mikilvægum fjárfestingum frestað og auðvitað voru öll krónutölugjöld ríkisins skrúfuð upp í topp! Sem leggjast þyngra á fólk eftir því sem það hefur lægri tekjur. Nema hvað. Allt aðhaldið er lagt á almenning af þessari ríkisstjórn. Kæru félagar, Samfylkingin kynnti hins vegar kjarapakka til að mæta ástandinu — sem hefur algjörlega haldið gildi sínu. Og við höfum haldið uppi mjög einbeittum málflutningi á Alþingi — það eru ekki bara orðin tóm frá okkur; eintóm gagnrýni án þess að leggja fram lausnir. Þvert á móti: Við höfum lagt fram lausnir — við höfum lagt fram kjarapakka til að vinna gegn verðbólgunni og verja um leið heimilisbókhaldið. Þannig sýnum við ábyrgð og þannig sýnum við fólkinu í landinu hvernig við myndum stjórna. Grunnhugmynd kjarapakkans var einföld: Að taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru — eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum. Og svo höfum við lagt til tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og verið algjörlega samstíga með verkalýðshreyfingunni í því máli. Tillögur okkar hefðu dregið úr halla ríkissjóðs án þess að kalla á niðurskurð í velferðarmálum. Á sama tíma fer ríkisstjórnin í þveröfuga átt — jók halla ríkissjóðs úr 90 í 120 milljarða en er nú byrjuð að boða enn og aftur flatan niðurskurð í velferðarkerfinu. Það er lægsti samnefnarinn — það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um að gera. Flatur niðurskurður. Aðgerð sem þau telja ekki fela neina pólitík í sér, því þetta sé nú bara flöt prósentutala yfir allt saman – en höfum í huga; nákvæmlega svona aðgerðir, þessi flata aðhaldskrafa, er sú aðgerð sem hefur rúið flestar stofnanir inn að beini hér á landi – stefnulaus niðurskurður, sem frestar fyrst og fremst viðhaldi, verkefnum og bætir ekki skilvirkni að neinu ráði. Þetta vita þau. En þetta er eina aðgerðin sem þau geta komið sér saman um — óútfærð pennastrik í fjármálaáætlun mikilvægustu stofnana landsins. Eltum ekki skoðanakannanir — eina sem skiptir máli núna er verkefnið Þetta er nú ekki burðugt hjá þeim. En ríkisstjórnin dæmir sig sjálf. Þeirra störf — eða starfleysi — dæmir sig algjörlega sjálft. Og ég þarf ekki að eyða fleiri orðum í þau. Við í Samfylkingunni munum ekki skilgreina okkur út frá þeirri ríkisstjórn sem við ætlum að leysa af hólmi. Við munum ekki vera bara „ekki þau“ — það dugar ekki til — við skilgreinum okkur út frá þeirri framtíð sem við viljum skapa á Íslandi fyrir fólkið sem hér býr. Við skulum tala um okkar mál; hverju við ætlum að breyta og hvers vegna — hvernig við ætlum að vinna og hvernig við munum stjórna. Þannig stundum við jákvæða pólitík og þannig sækjum við ánægjufylgi, vonarfylgi — sem er líklegra til að skila sér alla leið í kjörkassann og veita okkur umboð til breytinga. Þess vegna kynnum við í dag og setjum af stað nýtt málefnastarf með breyttu sniði — alvöru vinnu sem mun leggja grunninn að raunhæfum aðgerðum og raunverulegum breytingum fyrir fólkið í landinu. Og ég ætla að fara yfir það rétt strax. En ég kemst eiginlega ekki hjá því að ávarpa fyrst það sem ég veit að mörg ykkar hafa bakvið eyrað — sem er ris Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Mér finnst bara eðlilegt að við ræðum það: Við höfum náð athygli landsmanna — og það er gott. En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir — og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig. Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum látið kippa okkur út af laginu vegna fréttahringsins hverju sinni — okkar athygli þarf að vera á langtímaverkefninu; stóru breiðu velferðarmálunum og skipulagningu efnahags- og atvinnumála. Við stjórnum ekki landinu með hneykslun, eða óánægju að leiðarljósi, það eru engar skyndilausnir og við þurfum að nota alla okkar athygli í að byggja upp trúverðugan málflutning með raunverulegum aðgerðum á bakvið. Það er nefnilega eitt að ná í gegn; annað að gera eitthvað þegar á hólminn er komið. Þetta veit þjóðin manna best, eftir að hafa fylgst með ákveðnum flokkum núna í ríkisstjórn. Við erum ekki í einhverri tímabundinni vinsældakeppni — við erum ekki einu sinni í keppni — við erum í pólitík, til að vinna gagn. Og þá þarf að fylgja sannfæringu sinni þó kannanir kunni að sveiflast upp og niður — eins og við vitum. Þannig að — við erum algjörlega róleg og algjörlega auðmjúk; fullkomlega meðvituð um að kannanir eru bara kannanir og það er fólkið í landinu sem ræður þegar upp er staðið — með atkvæði sínu. Hvort sem fylgið mælist 24 eða 15% — eða 30% — það skiptir bara engu máli. Það eina sem skiptir máli núna er verkefnið — að við mætum til leiks. Leggjum á okkur vinnuna. Við ætlum að leysa úr vandamálum almennings á Íslandi og starfa í almannahag. Og það mun bara krefjast miklu meiri vinnu en það útheimtir að rjúka aðeins upp í skoðanakönnunum. Þess vegna þurfum við áfram að halda fókus. Við höfum haldið fókus. Og þar njótum við góðs af því að vera með hörkuöflugan þingflokk, mikla reynslu og öguð vinnubrögð. Það skiptir öllu máli til að skilaboð okkar nái í gegn og til þess að sýna fólkinu í landinu að við tökum verkefnið alvarlega og erum að undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmála um leið og kallið kemur. Vinnan sem við ætlum að fara í — er bara miklu mikilvægari en þessar skoðanakannanir og það er í alvörunni mín hreinskilna afstaða. Það sem við þurfum að gera er að tala við fólk og spyrja okkur: Hvert er ástandið í þjóðfélaginu? Og hvar eru vandamálin? Og einbeita okkur að þeim og bregðast við. Við sjáum fátækt hjá eldri borgurum og öryrkjum. Við sjáum fólk í fullri vinnu með laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Við sjáum öldrunarþjónustu í ólagi og heilbrigðiskerfi sem er vanfjármagnað og stendur ekki undir væntingum. Húsnæðismálin eru í rugli — enn einu sinni — horfum við upp á markaðinn þjóta upp og niður á vakt þessarar ríkisstjórnar. Samgöngumálin eru vanrækt og hreyfast ekki. Svo ekki sé minnst á verðbólguna. Inn í þetta ástand stígum við í Samfylkingunni. Og það verður ekki auðvelt að ráða fram úr þessum vandamálum — en við ætlum að gera alvöru atlögu að því og til þess þurfum við að fylkja með okkur fólkinu í landinu; hverjum einasta einstaklingi sem hér býr og hefur í sér þessa jafnaðartaug. Við getum það en það kostar vinnu. Nýtt málefnastarf Kæru vinir, eins og ég fór yfir áðan þá erum við á fullri ferð — við erum að byrja á okkur sjálfum og ráðast í alls konar breytingar. Og eitt lítið skref í því — en mikilvægt engu að síður — er þessi rós og þessi fallegi rauði litur sem við höfum núna tekið í notkun. Það er ekki bara einhver yfirborðsmennska — þetta þýðir eitthvað, það er merking í þessu, sem skiptir okkur máli og minnir okkur á hvaðan við komum. Rauða rósin er okkar merki og nú erum við að taka aftur upp sterkari og klassískari rauðan lit — sem er til marks um sjálfstraust og sterka sannfæringu. Auðvitað væri þetta einskis virði eitt og sér — en samhengið skiptir máli. Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að halda tengingu okkar við meira en hundrað ára sögu og sigurgöngu jafnaðarstefnunnar — sem hefur getið af sér farsælustu samfélög í heiminum. Ég er stolt af nýju rósinni og nýja útlitinu og vil þakka Sigga Odds kærlega fyrir vel unnið verk og gott samstarf. Og ég má til með að þakka líka formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs fyrir frumkvæðið. En — við verðum ekki dæmd af merkinu heldur verkinu sem við vinnum. Og við getum hvorki lifað á glæstri fortíð einni saman né með vísan til alþjóðlegrar hreyfingar — heldur verðum við að skapa betri framtíð hér á Íslandi. Og það leiðir mig að næsta skrefi í þessum leiðangri okkar í Samfylkingunni — þessum undirbúningi sem nú er hafinn: Og það er nýtt og umfangsmikið málefnastarf sem stjórn flokksins boðar nú til. Ég sagði á landsfundi að ég vildi opna flokkinn og halda áfram að eiga umfangsmikið samtal við fólk um land allt — eftir að hafa haldið 50 opna fundi með fólki í heimabyggð þess. Og ég lýsti því yfir að það yrði meginverkefni Samfylkingarinnar næsta árið — að boða til efnislegrar umræðu um þá málaflokka sem við setjum í forgang fyrir næstu ár, halda opna fundi og málþing — kalla til sérfræðinga, fólkið á gólfinu, fólk sem er hokið af reynslu og líka unga fólkið sem vill móta sína eigin framtíð hér á Íslandi. Þetta ætlum við að gera Stjórn flokksins — sem ber ábyrgð á stefnumótun og málefnavinnu — ræddi ýmsar hugmyndir og við vorum á einu máli um að það mætti gera ákveðnar breytingar á málefnastarfinu. Við viljum að málefnastarfið sé opið og aðgengilegt öllum — en samt undir ákveðinni stjórn. Við viljum kalla til sérfræðinga eftir þörfum — en samt sækja pólitíkina og tilfinninguna til grasrótar og fólksins í landinu, jafnt innan sem utan flokks. Við viljum viða að okkur hugmyndum og sjónarmiðum úr sem flestum áttum — en samt geta unnið skipulega úr efninu og einfaldað málflutninginn þannig að stefnumál okkar nái í gegn. Og uppleggið er svona: Við ætlum að tvískipta málefnastarfinu. Annars vegar eru ákveðin forgangsmál, sem stjórn hefur valið og sem flokkurinn mun fara í af fullum þunga. Þar verðum öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur mun halda utan um og leiða vinnuna. Við tökum eitt forgangsmál í einu — yfir ákveðinn tíma — og útkoman á að vera verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn; forgangsröðun og skýr pólitík; verkefnalisti frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabilin í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Og það gleður mig að tilkynna hér í dag að fyrsta forgangsmálið sem við förum í af þessum þunga eru heilbrigðismál og öldrunarþjónusta. Það er ekki að ástæðulausu. Þetta eru málaflokkar sem kalla svo sannarlega á breytingar og nýja nálgun á grundvelli klassískrar jafnaðarstefnu — og þetta eru málefni sem útheimta athygli, agaða vinnu og skýra stefnu. Öll þjóðin veit að þessi mál eru ólestri hjá núverandi ríkisstjórn og hún býður ekki einu sinni upp á neina von um breytingar — enga sýn eða áætlun um einhverjar framfarir. Það ætlum við að bjóða upp á. Og þessi vinna hefst núna strax — það verða skráningarblöð hér á borðum þar sem fólk getur skráð sig til leiks. Þingmenn geta lagt sitt af mörkum og sveitarstjórnarfulltrúar og óbreyttir félagar — við munum halda málþing og opna fundi alveg niður í minnsta aðildarfélag. Ég vil að fólkið í landinu viti af því að heilbrigðismálin og öldrunarþjónustan verða í forgangi hjá jafnaðarfólki og að við ætlum að blása til opinnar umræðu við sérfræðinga og almenning um land allt — og skila af okkur alvöru vinnu. Og kæru félagar, ég hvet ykkur öll — og hverja einustu einingu flokksins — til að leggja höfuðið í bleyti og hugsa hvað þið gætuð lagt af mörkum í þessari vinnu sem er framundan; þeim undirbúningi sem nú er hafinn. Því að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Við förum betur yfir praktísk atriði í þessu seinna á fundinum. En ég vil segja frá því að formaður í stýrihópnum um heilbrigðismál og öldrunarþjónustu er engin önnur en Anna Sigrún Baldursdóttir — sem hefur meðal annars unnið sem aðstoðarmaður velferðarráðherra, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, framkvæmdastjóri á Landspítala og er nú skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Anna Sigrún er algjörlega gegnheil í sinni jafnaðarmennsku og ég vil þakka henni fyrir að taka að sér þetta veigamikla verkefni. En með henni í stýrihópnum verða þau Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi okkar í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræðingur, sem hefur meðal annars unnið við stjórn heimahjúkrunar — og Sindri Kristjánsson frá Akureyri, sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Lyfjastofnun og í velferðarráðuneytinu, meðal annars. Takk fyrir að taka þetta að ykkur — ég hef fulla trú á þessu þríeyki — gefum þeim gott klapp! Þessari vinnu við heilbrigðis- og öldrunarmálin á að ljúka fyrir flokksstjórnarfundinn næsta haust og þá tekur við næsta forgangsmál: Atvinna og samgöngur — sem verður í forgrunni hjá okkur frá hausti og fram á vor 2024. En þá er planið að fara af stað í þriðja og síðasta forgangsmálið: Húsnæðis- og kjaramál — sem við stefnum þá á að taka fyrir fram að næsta landsfundi, sem verður haustið 2024. Þannig að — við munum hafa nóg að gera! En ég get lofað ykkur því að þessi vinna mun nýtast. Við verðum tilbúin að vinna kosningar og taka við stjórnartaumunum og það sem er mikilvægast af öllu: Tilbúin að leiða raunsæjar breytingar — grundvallarbreytingar fyrir fólkið í landinu — á grunni jafnaðarmennsku. En ég sagði áðan að málefnastarfið yrði tvískipt: Það eru þá annars vegar þessi forgangsmál sem við munum fara í, öll saman, af fullum þungum — en hins vegar verðum auðvitað líka að geta tekið önnur málefni til umræðu þegar þörf er á og eftir atvikum unnið að breytingum á stefnu flokksins fram að næsta landsfundi. Og þess vegna höfum við skipað sex tengiliði við stjórn flokksins — sem munu hver fyrir sig halda utan um málefnastarf sem fellur undir önnur málefnasvið í stefnu flokksins. Þessir tengiliðir verða kynntir á eftir. Okkur líður vel — áfram gakk Flokksstjórn. Við í forystu flokksins vonum að þessum nýju áherslum og breytingum verði vel tekið. Þetta er spennandi verkefni og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Við þurfum bara að ganga glaðbeitt til verks og vera auðmjúk gagnvart því að við erum ekki með öll svörin. Það er mikil vinna framundan — en við treystum okkur til að sinna henni vel, taka samtalið og hlusta — með heitt hjarta og kaldan haus, eins og stundum er sagt. Og þá mun okkur farnast vel. Ég hlakka til að vinna þetta með ykkur á næstu misserum. En — ég hef að vísu fleiri skyldum að gegna. Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur — það reynir svolítið á að vera í fæðingarorlofi á tímum sem þessum! En ég fylgist vel með. Og mér líður bara vel — því að varaformaðurinn og þingflokkurinn okkar og stjórnin og starfsfólkið og grasrótin um land allt — þið eruð bara algjörlega með þetta. Okkur líður vel með okkar pólitík og okkar málflutning. Og ég þarf ekkert endilega að vera á sviðinu allan tímann þó að ég sé vissulega formaður. Við vitum hvað við erum að gera – ólíkt ríkisstjórninni sem er búin að missa alla stjórn og dæmir sig sjálf. Við fylgjum sannfæringu, strategíu, skipulagi og plani, byggjum flokksstarfið upp og undirbúum okkur fyrir ærið verkefni – jafnt og þétt, skref fyrir skref. Því við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn — vegna þess að verkin kalla. Undirbúningurinn er í fullum gangi, á sama tíma og ég sinni mikilvægu verkefni heima fyrir og kúpla mig aðeins út. Enda er þetta langtímavegferð sem við erum lögð af stað í. Svo ég segi bara: Áfram gakk! Mætum til leiks og fylkjum með okkur fólkinu í landinu. Flokksstjórn og aðrir áheyrendur, takk fyrir mig. Og takk Hafnfirðingar fyrir að bjóða okkur hingað í Kaplakrika — þið eruð höfðingjar heim að sækja. Takk fyrir! Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Ræðan var flutt á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 4. mars 2023 í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar