Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 6. mars 2023 11:01 Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun