„Hér er maður miklu meira partur af samfélagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 6. mars 2023 16:07 Sæunn er ánægð með að fjölskyldan hafi flutt til Siglufjarðar. Aðsend Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og nýr íbúi á Siglufirði, er alsæl með ákvörðunina um að flytja norður á land. Sæunn ber bænum góða söguna og hvetur fólk til að taka stökkið og flytja út á land. Fyrir tæpu ári síðan flutti Sæunn ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar. Þegar þau tilkynntu fólki um þessi áform sín hafi það spurt þau hvers vegna þau væru að gera þetta, hvar þau ætluðu að vinna og hvað þau ætluðu eiginlega að gera á Siglufirði. Nokkrum árum áður, þegar fjölskyldan flutti til útlanda, hafði fólk þó ekki jafn miklar áhyggjur að sögn Sæunnar. „Þetta er náttúrulega bara miklu sjaldgæfara heldur en að fólk flytji til útlanda. Það er búinn að vera svo mikill flutningur úr sveitum í borg mjög lengi en þetta er svona aðeins að breytast núna,“ segir Sæunn í samtali við blaðamann. Fólk hafi velt því fyrir sér hvers vegna Siglufjörður hafi orðið fyrir valinu. „Við vorum ekki með neinar tengingar við Siglufjörð, það voru allir bara að fiska: Er enginn afi eða amma eða einhver tenging? Fólki fannst mjög merkilegt að við hefðum bara heillast af bænum og ákveðið að koma.“ Sæunn segir þó að ekki sé um einsdæmi að ræða: „Við erum búin að kynnast fólki hérna eftir að við fluttum sem hafði ekki heldur nein tengsl við bæinn en ákvað að koma hingað.“ Partur af samfélagi Siglufjörður er nokkuð minni en Reykjavík og segir Sæunn að í því felist kannski stærsti munurinn. „Hérna er hægt að labba allt. Það er bara ein matvörubúð, bara eitt bakarí en á sama tíma er bara svolítið mikil stemning í kringum allt,“ segir hún. „Eins og það er áhugamannaleikfélag, þeir setja upp eina leiksýningu á ári og það mæta bara allir. Ef þú ert alltaf með Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Tjarnarbíó, aðgang að mjög mörgu þá kannski ertu minna líklegur til að taka þátt í því.“ Sæunn og vinkonur hennar á góðri stundu.Aðsend Hún tekur einnig sem dæmi að í fyrra hafi brugghúsið Segull reglulega fengið matvagna og fleira skemmtilegt í bænum. Þá hafi hálfur bærinn yfirleitt safnast saman til að sækja sér mat. „Hér er maður miklu meira partur af samfélagi. Maður rekst á alla úti um allt. Um leið og maður kynnist einhverju nýju fólki í bænum þá sér maður það úti um allt. Þetta er þá bara fólk sem ég tók ekki eftir en er með mér í jógatíma og barnið þeirra er líka á leikskólanum eða eitthvað svoleiðis.“ London líkari Siglufirði en Reykjavík Sem fyrr segir hefur Sæunn búið í útlöndum en hún bjó meðal annars í London. Þrátt fyrir að London sé gríðarlega stór borg þá segir hún að það sé margt sameiginlegt með ensku höfuðborginni og Siglufirði. Í rauninni sé meira sameiginlegt þar heldur en með London og Reykjavík. „Í London, af því borgin er svo rosalega stór, þá er lagt mikið upp úr hverju hverfi fyrir sig. Þú átt ekkert að þurfa að fara út úr því um helgar. Þú ert með matvörubúð, þú ert með bar, þú ert með kaffihús, jafnvel einhvern almenningsgarð þó svo að þeir séu misstórir. Bakaríið í bænum.Aðsend Við sóttum vinnu inn í miðborgina eins og flestir gera en svo um helgar vorum við bara mjög mikið á vappinu um okkar hverfi. Það er svolítið svipuð stemning þar og hér.“ Í Reykjavík hafi hún hins vegar verið vön því að fara til dæmis í kaffi í Garðabæ eða Hafnarfirði, og fara í heimsókn í Kópavogi. „Maður er einhvern veginn bara alltaf í bíl að fara út um allt,“ segir hún. „Þess vegna er ég mjög spennt fyrir því að það er að verða meiri hverfisvæðing í Reykjavík. Ég veit að það er verið að leggja meiri áherslu á það af því það er líka sjálfbærara.“ Nær náttúrunni Minna af skutli var þó ekki eina sem heillaði Sæunni, nálægðin við náttúruna gerði það líka. Hún hefur mikinn áhuga á til dæmis fjallgöngum og gönguskíðum. „Maður er fimm mínútur að keyra þangað sem gönguskíðasporið er,“ segir hún. Það tekur Sæunni aðeins 5 mínútur að keyra að gönguskíðasporinu.Aðsend „Ég get tekið nokkra hringi, keyrt svo heim og ég er búin að vera klukkutíma samtals. Á meðan bara það að keyra í Bláfjöll tekur 30-45 mínútur eftir því hvar þú býrð. Þú ert með miklu fleiri klukkustundir í deginum þínum úti á landi. Sérstaklega ef þú ert með börn því þú sleppur við allt skutlið.“ „Auðvitað leiðist manni stundum“ Eitthvað þarf þó að gera við allar þessar klukkustundir og valmöguleikarnir um afþreyingu eru ekki jafn margir á Siglufirði og á höfuðborgarsvæðinu. Sæunn segir að það sé hins vegar ekkert vandamál, það sé auðveldara að slaka á þegar það er ekki alltaf eitthvað sem þarf að gera. „Auðvitað leiðist manni stundum af því það er kannski ekkert mikið um að vera þá helgi. En ég held líka að maður hafi kannski gott af því. Ég var í fæðingarorlofi í fyrra og þá, af því ég þekkti eiginlega engan hérna fyrstu mánuðina, var ég bara heima að lesa eða á kaffihúsi að skrifa.“ Eftir því sem hún kynntist fólkinu í bænum betur fór hún svo einnig að eyða tíma með því í auknum mæli. Sæunn hefur mikinn áhuga á fjallgöngum.Aðsend Öðruvísi heimsóknir Að sögn Sæunnar er annað sem það að búa úti á landi og í útlöndum á sameiginlegt. Það eru heimsóknirnar til Reykjavíkur. „Þegar við komum í bæinn þá eru allir til í að hitta okkur, þá er alltaf svo mikið fjör. Maður kannski kemur í eitthvað afmæli, fer á leiksýningu, út að borða og gerir allt það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Allir hafa tíma til að hitta mann en þegar maður var í Reykjavík og fólk vissi af manni þá var það ekkert endilega að heyra í manni jafn mikið.“ Þá fái fjölskyldan einnig mikið af heimsóknum á Siglufirði: „Við erum líka búin að fá rosalega mikið af heimsóknum hingað. Síðan er líka fólk sem eru kunningjar, sem maður myndi kannski ekki bjóða í kaffi í Reykjavík, við höfum rekist á það hér og boðið þeim á pallinn og fólk er mjög til í það.“ Það er greinilega fjör á Siglufirði.Aðsend Komst strax inn á leikskóla Húsnæðisverð fyrir norðan er nokkuð lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Það gerði það að verkum að Sæunn og maðurinn hennar gátu keypt sér stærra húsnæði með gestaherbergi. „Við hefðum aldrei getað keypt eins stórt húsnæði í bænum og hér,“ segir hún. Sæunn og Egill, maðurinn hennar ,eiga saman eitt barn, Snæfríði. Snæfríður er á leikskólaaldri en það komst strax inn eftir að fæðingarorlofinu lauk. Sæunn segir að það heilli þau að ala upp barn í bænum. „Börnin eru mjög frjáls hérna, eru mikið úti að leika. Foreldrarnir virðast ekki þurfa að skipuleggja líf barnanna sinna eins mikið hérna og í Reykjavík. Það náttúrulega er líka út af því það er miklu minna af skutli, það hefur áhrif. Við sáum líka fyrir okkur að það myndi aðeins einfalda hlutina.“ Egill, Sæunn og Snæfríður hafa nú búið á Siglufirði í tæpt ár.Aðsend Hvetur fólk til að taka stökkið Að lokum vill Sæunn hvetja fólk til að feta í fótsporin sín. „Við erum búin að fá svo marga vini í heimsókn sem hafa sagt hvað þau væru til í að gera þetta en það oft bara svona vantar að taka stökkið,“ segir hún. Fólk þurfi ekki hugsa svona mikið um að taka stökkið út á land: „Við hugsuðum bara með okkur að þetta væri ekkert svo mikil áhætta. Við myndum bara kaupa hús og ef okkur líkaði þetta ekki þá gætum við bara selt húsið. Auðvitað vorum við í ákveðinni forréttindastöðu að vera þannig menntuð að við vissum að við gætum tekið með okkur vinnu eða búið til verkefni hér á svæðinu. Ég veit að það eru ekkert allir í þeirri stöðu og auðvitað þurfa sumir meira á sínu baklandi að halda. En ég held að það sé alveg stór hópur sem gæti gert þetta og átt svona ótrúlega skemmtilega og jákvæða upplifun eins og við höfum átt.“ Fjallabyggð Húsnæðismál Leikskólar Fjarvinna Tengdar fréttir Hvar er best að búa á Íslandi? Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið. 6. mars 2023 08:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan flutti Sæunn ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar. Þegar þau tilkynntu fólki um þessi áform sín hafi það spurt þau hvers vegna þau væru að gera þetta, hvar þau ætluðu að vinna og hvað þau ætluðu eiginlega að gera á Siglufirði. Nokkrum árum áður, þegar fjölskyldan flutti til útlanda, hafði fólk þó ekki jafn miklar áhyggjur að sögn Sæunnar. „Þetta er náttúrulega bara miklu sjaldgæfara heldur en að fólk flytji til útlanda. Það er búinn að vera svo mikill flutningur úr sveitum í borg mjög lengi en þetta er svona aðeins að breytast núna,“ segir Sæunn í samtali við blaðamann. Fólk hafi velt því fyrir sér hvers vegna Siglufjörður hafi orðið fyrir valinu. „Við vorum ekki með neinar tengingar við Siglufjörð, það voru allir bara að fiska: Er enginn afi eða amma eða einhver tenging? Fólki fannst mjög merkilegt að við hefðum bara heillast af bænum og ákveðið að koma.“ Sæunn segir þó að ekki sé um einsdæmi að ræða: „Við erum búin að kynnast fólki hérna eftir að við fluttum sem hafði ekki heldur nein tengsl við bæinn en ákvað að koma hingað.“ Partur af samfélagi Siglufjörður er nokkuð minni en Reykjavík og segir Sæunn að í því felist kannski stærsti munurinn. „Hérna er hægt að labba allt. Það er bara ein matvörubúð, bara eitt bakarí en á sama tíma er bara svolítið mikil stemning í kringum allt,“ segir hún. „Eins og það er áhugamannaleikfélag, þeir setja upp eina leiksýningu á ári og það mæta bara allir. Ef þú ert alltaf með Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Tjarnarbíó, aðgang að mjög mörgu þá kannski ertu minna líklegur til að taka þátt í því.“ Sæunn og vinkonur hennar á góðri stundu.Aðsend Hún tekur einnig sem dæmi að í fyrra hafi brugghúsið Segull reglulega fengið matvagna og fleira skemmtilegt í bænum. Þá hafi hálfur bærinn yfirleitt safnast saman til að sækja sér mat. „Hér er maður miklu meira partur af samfélagi. Maður rekst á alla úti um allt. Um leið og maður kynnist einhverju nýju fólki í bænum þá sér maður það úti um allt. Þetta er þá bara fólk sem ég tók ekki eftir en er með mér í jógatíma og barnið þeirra er líka á leikskólanum eða eitthvað svoleiðis.“ London líkari Siglufirði en Reykjavík Sem fyrr segir hefur Sæunn búið í útlöndum en hún bjó meðal annars í London. Þrátt fyrir að London sé gríðarlega stór borg þá segir hún að það sé margt sameiginlegt með ensku höfuðborginni og Siglufirði. Í rauninni sé meira sameiginlegt þar heldur en með London og Reykjavík. „Í London, af því borgin er svo rosalega stór, þá er lagt mikið upp úr hverju hverfi fyrir sig. Þú átt ekkert að þurfa að fara út úr því um helgar. Þú ert með matvörubúð, þú ert með bar, þú ert með kaffihús, jafnvel einhvern almenningsgarð þó svo að þeir séu misstórir. Bakaríið í bænum.Aðsend Við sóttum vinnu inn í miðborgina eins og flestir gera en svo um helgar vorum við bara mjög mikið á vappinu um okkar hverfi. Það er svolítið svipuð stemning þar og hér.“ Í Reykjavík hafi hún hins vegar verið vön því að fara til dæmis í kaffi í Garðabæ eða Hafnarfirði, og fara í heimsókn í Kópavogi. „Maður er einhvern veginn bara alltaf í bíl að fara út um allt,“ segir hún. „Þess vegna er ég mjög spennt fyrir því að það er að verða meiri hverfisvæðing í Reykjavík. Ég veit að það er verið að leggja meiri áherslu á það af því það er líka sjálfbærara.“ Nær náttúrunni Minna af skutli var þó ekki eina sem heillaði Sæunni, nálægðin við náttúruna gerði það líka. Hún hefur mikinn áhuga á til dæmis fjallgöngum og gönguskíðum. „Maður er fimm mínútur að keyra þangað sem gönguskíðasporið er,“ segir hún. Það tekur Sæunni aðeins 5 mínútur að keyra að gönguskíðasporinu.Aðsend „Ég get tekið nokkra hringi, keyrt svo heim og ég er búin að vera klukkutíma samtals. Á meðan bara það að keyra í Bláfjöll tekur 30-45 mínútur eftir því hvar þú býrð. Þú ert með miklu fleiri klukkustundir í deginum þínum úti á landi. Sérstaklega ef þú ert með börn því þú sleppur við allt skutlið.“ „Auðvitað leiðist manni stundum“ Eitthvað þarf þó að gera við allar þessar klukkustundir og valmöguleikarnir um afþreyingu eru ekki jafn margir á Siglufirði og á höfuðborgarsvæðinu. Sæunn segir að það sé hins vegar ekkert vandamál, það sé auðveldara að slaka á þegar það er ekki alltaf eitthvað sem þarf að gera. „Auðvitað leiðist manni stundum af því það er kannski ekkert mikið um að vera þá helgi. En ég held líka að maður hafi kannski gott af því. Ég var í fæðingarorlofi í fyrra og þá, af því ég þekkti eiginlega engan hérna fyrstu mánuðina, var ég bara heima að lesa eða á kaffihúsi að skrifa.“ Eftir því sem hún kynntist fólkinu í bænum betur fór hún svo einnig að eyða tíma með því í auknum mæli. Sæunn hefur mikinn áhuga á fjallgöngum.Aðsend Öðruvísi heimsóknir Að sögn Sæunnar er annað sem það að búa úti á landi og í útlöndum á sameiginlegt. Það eru heimsóknirnar til Reykjavíkur. „Þegar við komum í bæinn þá eru allir til í að hitta okkur, þá er alltaf svo mikið fjör. Maður kannski kemur í eitthvað afmæli, fer á leiksýningu, út að borða og gerir allt það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Allir hafa tíma til að hitta mann en þegar maður var í Reykjavík og fólk vissi af manni þá var það ekkert endilega að heyra í manni jafn mikið.“ Þá fái fjölskyldan einnig mikið af heimsóknum á Siglufirði: „Við erum líka búin að fá rosalega mikið af heimsóknum hingað. Síðan er líka fólk sem eru kunningjar, sem maður myndi kannski ekki bjóða í kaffi í Reykjavík, við höfum rekist á það hér og boðið þeim á pallinn og fólk er mjög til í það.“ Það er greinilega fjör á Siglufirði.Aðsend Komst strax inn á leikskóla Húsnæðisverð fyrir norðan er nokkuð lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Það gerði það að verkum að Sæunn og maðurinn hennar gátu keypt sér stærra húsnæði með gestaherbergi. „Við hefðum aldrei getað keypt eins stórt húsnæði í bænum og hér,“ segir hún. Sæunn og Egill, maðurinn hennar ,eiga saman eitt barn, Snæfríði. Snæfríður er á leikskólaaldri en það komst strax inn eftir að fæðingarorlofinu lauk. Sæunn segir að það heilli þau að ala upp barn í bænum. „Börnin eru mjög frjáls hérna, eru mikið úti að leika. Foreldrarnir virðast ekki þurfa að skipuleggja líf barnanna sinna eins mikið hérna og í Reykjavík. Það náttúrulega er líka út af því það er miklu minna af skutli, það hefur áhrif. Við sáum líka fyrir okkur að það myndi aðeins einfalda hlutina.“ Egill, Sæunn og Snæfríður hafa nú búið á Siglufirði í tæpt ár.Aðsend Hvetur fólk til að taka stökkið Að lokum vill Sæunn hvetja fólk til að feta í fótsporin sín. „Við erum búin að fá svo marga vini í heimsókn sem hafa sagt hvað þau væru til í að gera þetta en það oft bara svona vantar að taka stökkið,“ segir hún. Fólk þurfi ekki hugsa svona mikið um að taka stökkið út á land: „Við hugsuðum bara með okkur að þetta væri ekkert svo mikil áhætta. Við myndum bara kaupa hús og ef okkur líkaði þetta ekki þá gætum við bara selt húsið. Auðvitað vorum við í ákveðinni forréttindastöðu að vera þannig menntuð að við vissum að við gætum tekið með okkur vinnu eða búið til verkefni hér á svæðinu. Ég veit að það eru ekkert allir í þeirri stöðu og auðvitað þurfa sumir meira á sínu baklandi að halda. En ég held að það sé alveg stór hópur sem gæti gert þetta og átt svona ótrúlega skemmtilega og jákvæða upplifun eins og við höfum átt.“
Fjallabyggð Húsnæðismál Leikskólar Fjarvinna Tengdar fréttir Hvar er best að búa á Íslandi? Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið. 6. mars 2023 08:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Hvar er best að búa á Íslandi? Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið. 6. mars 2023 08:31