Fá bara eina æfingu fyrir leik en búa að góðu skipulagi og beittu vopnabúri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Gunnar Magnússon stýrir íslenska karlalandsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess í undankeppni EM 2024. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir engan tíma til að innleiða einhverjar nýjungar fyrir leikinn gegn Tékklandi enda aðeins ein æfing í boði. Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira