Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra Telma Tómasson skrifar 9. mars 2023 07:03 Áætlað er að ljúka flutningnum á fjórum árum. Vísir/Vilhelm „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt. Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt.
Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira