Að anda í bréfpoka Sigmar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 07:00 Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun