Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 11:42 Ljósmæðrafélag Íslands í samvinnu við Vinnumálastofnun stendur fyrir söfnun á ungbarnafatnaði og öðrum nauðsynlegum hlutum fyrir nýbura. Vísir/Vilhelm Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð. Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð.
Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira