5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 09:00 Rusl safnast upp á götum Parísarborgar. AP/Thomas Padilla Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. „Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins. Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
„Þetta er sóðalegt og laðar að sér rottur og kakkalakka,“ sagði einn Parísarbúi um ástandið í samtali við franska útvarpsstöð. Verkfallsaðgerðirnar ná til um helmings hverfa borgarinnar og annarra borga á borð við Nantes, Rennes og Le Havre. Í París hafa sorphirðustarfsmenn einnig lokað fyrir aðgengi að þremur sorphirðustöðum og þeirri fjórðu hefur verið lokað að hluta. Einn viðmælandi útvarpsstöðvarinnar Europe1 sagði París hlaðborð fyrir sex milljón rottur borgarinnar. Aðgerðasinnar eru sagðir hafa freistað þess að hindra störf þeirra einkafyrirtækja sem sjá um sorphirðu í sumum hverfum Parísar. Þá ku hafa sést til starfsmanna einkafyrirtækja í hverfum þar sem opinberir starfsmenn eru venjulega að störfum. Einn embættismanna borgarinnar, Emmanuel Grégoire, segir ástandið flókið en verið sé að forgangsraða í þágu öryggis, til að mynda með því að hreinsa til í kringum matvörumarkaði og hirða upp ruslapoka sem hefur verið hent úti á götu. Sérfræðingurinn Romain Lasseur sagði í samtali við Le Parisien að rotturnar væru raunverulegt áhyggjuefni, þar sem þær hreiðruðu um sig í ruslahrúgunum, ættu þar afkvæmi og skildu eftir sig hland og skít sem gæti ógnað heilsu sorphirðustarfsmanna og almennings. Fulltrúar sorphirðustarfsmanna munu funda í dag um framhald aðgerðanna. Stjórnvöld hyggjast ekki gefa eftir hvað varðar lækkun eftirlaunaaldursins.
Frakkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira