Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 11:02 Teddy Sheringham og Glenn Hoddle spiluðu báðir fyrir Tottenham en í grunninn eru þeir Manchester City aðdéndur. Eða hvað? Steve Bardens/Getty Images Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira