Íhuga að búa til markað með sæði óbólusettra karlmanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 11:17 Gangi áformin eftir yrði Gettr ekki aðeins markaðstorg hægrisinnaðra hugmynda heldur einnig sæðis samsærissinnaðra og óbólusettra karlmanna. Vísir/Getty Stjórnendur lítils hægrisinnaðs samfélagsmiðils í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta miðlinum í markaðstorg fyrir sæði karlmanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn Covid-19. Ein fjölmargra samsæriskenninga um Covid-19 er að bóluefni geri karla ófrjóa eða getulausa. Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið. Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið.
Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira