Idol-stjarna gerist útvarpsmaður Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. mars 2023 15:50 Guðjón Smári sem flestir ættu að þekkja úr Idolinu er nýjasti útvarpsmaður FM957. Guðjón Smári Smárason heillaði þjóðina upp úr skónum í Idolinu í vetur. Einstök rödd hans og lífleg framkoma komu honum alla leið í fimm manna úrslit en þar lauk þátttöku hans. Aðdáendur Guðjóns þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta nú hlustað á rödd hans í útvarpsþættinum Grjótinu alla miðvikudaga á FM957. Grjótið er glænýr útvarpsþáttur félaganna Guðjóns Smára og Snæþórs Bjarka Jónssonar. Þátturinn hóf göngu sína nú í mars og er hann á dagskrá alla miðvikudaga á milli 14 og 16. Þeir sem fylgdust með Idolinu vita að það er aldrei langt í húmorinn hjá Guðjóni og verður þátturinn í takt við það. „Þetta er svolítið mikið sprell. Við reynum að gera reglulega símaat og svona hluti sem er auðvelt að detta inn í. Þetta er bara svona léttur gamanþáttur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Þeir stefna einnig á að fá reglulega til sín góða gesti. Þeir Guðjón Smári og Snæþór Bjarki stýra þættinum Grjótið á FM957.Aðsend Guðjón og Snæþór kynntust þegar þeir urðu vinnufélagar í Reykjadal fyrir um tveimur árum síðan. Þeir smullu strax saman og fóru fljótlega að ræða þá hugmynd að byrja með útvarpsþátt en það hafði lengi verið draumur Guðjóns. „Þetta var einmitt það sem ég var að leitast eftir með Idol-fjörinu. Mig langaði bara að koma mér á framfæri svo ég gæti komist í útvarpið, dagskrárgerð eða eitthvað annað skemmtilegt.“ Guðjón hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina, því hann er með nokkur járn í eldinum. Hann og Snæþór eru ekki bara að stýra útvarpsþætti saman, heldur eru þeir einnig að vinna að tónlist. „Við erum að búa til svona klúbba-bangera fyrir þáttinn og okkur langar að fara að taka að okkur að gigga á böllum og svona,“ segir Guðjón að lokum. Hér fyrir neðan má heyra stórskemmtilegan símahrekk sem þeir félagar gerðu í þættinum nú á dögunum. Klippa: Grjótið - Símahrekkur FM957 Idol Tengdar fréttir Hringdi út á land og reyndi að kaupa sér atkvæði Í stórskemmtilegum símahrekk má heyra Idol keppandann Guðjón Smára hringja út á land og freista þess að tryggja sér atkvæði í þættinum í kvöld. 13. janúar 2023 14:10 Var við dauðans dyr sextán ára „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 1. febrúar 2023 07:19 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Grjótið er glænýr útvarpsþáttur félaganna Guðjóns Smára og Snæþórs Bjarka Jónssonar. Þátturinn hóf göngu sína nú í mars og er hann á dagskrá alla miðvikudaga á milli 14 og 16. Þeir sem fylgdust með Idolinu vita að það er aldrei langt í húmorinn hjá Guðjóni og verður þátturinn í takt við það. „Þetta er svolítið mikið sprell. Við reynum að gera reglulega símaat og svona hluti sem er auðvelt að detta inn í. Þetta er bara svona léttur gamanþáttur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Þeir stefna einnig á að fá reglulega til sín góða gesti. Þeir Guðjón Smári og Snæþór Bjarki stýra þættinum Grjótið á FM957.Aðsend Guðjón og Snæþór kynntust þegar þeir urðu vinnufélagar í Reykjadal fyrir um tveimur árum síðan. Þeir smullu strax saman og fóru fljótlega að ræða þá hugmynd að byrja með útvarpsþátt en það hafði lengi verið draumur Guðjóns. „Þetta var einmitt það sem ég var að leitast eftir með Idol-fjörinu. Mig langaði bara að koma mér á framfæri svo ég gæti komist í útvarpið, dagskrárgerð eða eitthvað annað skemmtilegt.“ Guðjón hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina, því hann er með nokkur járn í eldinum. Hann og Snæþór eru ekki bara að stýra útvarpsþætti saman, heldur eru þeir einnig að vinna að tónlist. „Við erum að búa til svona klúbba-bangera fyrir þáttinn og okkur langar að fara að taka að okkur að gigga á böllum og svona,“ segir Guðjón að lokum. Hér fyrir neðan má heyra stórskemmtilegan símahrekk sem þeir félagar gerðu í þættinum nú á dögunum. Klippa: Grjótið - Símahrekkur
FM957 Idol Tengdar fréttir Hringdi út á land og reyndi að kaupa sér atkvæði Í stórskemmtilegum símahrekk má heyra Idol keppandann Guðjón Smára hringja út á land og freista þess að tryggja sér atkvæði í þættinum í kvöld. 13. janúar 2023 14:10 Var við dauðans dyr sextán ára „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 1. febrúar 2023 07:19 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Hringdi út á land og reyndi að kaupa sér atkvæði Í stórskemmtilegum símahrekk má heyra Idol keppandann Guðjón Smára hringja út á land og freista þess að tryggja sér atkvæði í þættinum í kvöld. 13. janúar 2023 14:10
Var við dauðans dyr sextán ára „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 1. febrúar 2023 07:19