Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Bjarki Sigurðsson skrifar 22. mars 2023 16:29 Skilti fyrir verkstæðið Diesel Diagnostics var meðal þess sem sett var upp á Dalvík við gerð True Detective. Vísir/Tryggvi Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Það hefur varla farið framhjá neinum að þættirnir True Detective hafa verið í upptöku hér á landi í marga mánuði. Fjöldi Íslendinga kemur að framleiðslunni sem er ein sú stærsta í Íslandssögunni. Dalvík hefur verið breytt í bandarískan bæ og Vogar á Vatnsleysuströnd orðið að Alaska. Leikstjóri þáttanna er hin mexíkóska Issa Lopez. Hún deildi um helgina skemmtilegri sögu af því hvernig leikmunastjóri þáttanna varð óvænt að leikara. „Dagur 98: Dagur þar sem leikari greindist með Covid. Við getum ekki misst dag. Við höfum notað hvern einasta leikara á Íslandi með nógu góðan bandarískan hreim. Og því fékk leikmunastjórinn hlutverkið. Hann var stórkostlegur,“ skrifar López á Twitter-síðu sína. Day 98:A day actor tested positive for covid.We can't lose a day.We've used every actor in Iceland with a passable American accent.And so, the prop master got the part. He killed it. Memes followed promptly: pic.twitter.com/Drb1NvaoDm— Issa López (@IssitaLopez) March 19, 2023 Samkvæmt heimildum fréttastofu er leikmunastjórinn Íslendingur og heiti Björn Helgi Baldvinsson. Hann hefur áður komið að stórum verkefnum, svo sem Prometheus eftir Ridley Scott og Arthur Newman sem skartar leikurum á borð við Colin Firth og Emily Blunt. Í samtali við fréttastofu segist Björn Helgi ekki geta tjáð sig um málið og hlutverk sitt fyrr en þættirnir koma út. Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum að þættirnir True Detective hafa verið í upptöku hér á landi í marga mánuði. Fjöldi Íslendinga kemur að framleiðslunni sem er ein sú stærsta í Íslandssögunni. Dalvík hefur verið breytt í bandarískan bæ og Vogar á Vatnsleysuströnd orðið að Alaska. Leikstjóri þáttanna er hin mexíkóska Issa Lopez. Hún deildi um helgina skemmtilegri sögu af því hvernig leikmunastjóri þáttanna varð óvænt að leikara. „Dagur 98: Dagur þar sem leikari greindist með Covid. Við getum ekki misst dag. Við höfum notað hvern einasta leikara á Íslandi með nógu góðan bandarískan hreim. Og því fékk leikmunastjórinn hlutverkið. Hann var stórkostlegur,“ skrifar López á Twitter-síðu sína. Day 98:A day actor tested positive for covid.We can't lose a day.We've used every actor in Iceland with a passable American accent.And so, the prop master got the part. He killed it. Memes followed promptly: pic.twitter.com/Drb1NvaoDm— Issa López (@IssitaLopez) March 19, 2023 Samkvæmt heimildum fréttastofu er leikmunastjórinn Íslendingur og heiti Björn Helgi Baldvinsson. Hann hefur áður komið að stórum verkefnum, svo sem Prometheus eftir Ridley Scott og Arthur Newman sem skartar leikurum á borð við Colin Firth og Emily Blunt. Í samtali við fréttastofu segist Björn Helgi ekki geta tjáð sig um málið og hlutverk sitt fyrr en þættirnir koma út.
Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira