Bandaríski seðlabankinn hækkar líka vexti Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. mars 2023 07:46 Vextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri síðan á því herrans ári 2007. AP Photo/Seth Wenig Bandaríski Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti í landinu þrátt fyrir áhyggjur manna af því að slík aðgerð gæti aukið á óróann á fjármálamörkuðum en þar í landi hafa bankar verið að lenda í miklum vandræðum. Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira