Hefði verið betra að fá þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2023 11:56 Frá sinubrunanum í Straumsvík í gær. Vísir/egill Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30