Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 21:00 Kjartan og Sævar segja starfsmenn fiskbúða fagna því að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. stöð 2 Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN. Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN.
Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira